Verðlaunin þykja eftirsótt og eru þekkt á alþjóðlega vísu, sem IceFish verðlaunin. Hefð er fyrir því að þau séu afhent á fyrsta degi sýningarinnar og vettvangurinn er ávallt hið fallega Gerðasafn í hjarta Kópavogs.
Athöfnin hófst með móttöku, þar sem viðstöddum gafst gott tækifæri til að tengjast og ræða viðskipti og ný tækifæri.
Kynnir kvöldisins var hinn geðþekki og þrautreyndi sjónvarpsmaður Logi Bergmann Eiðsson og leysti hann hlutverk sitt skemmtilega af hendi. Verðlaunin sjálf eru styrkt af Samskip, Landsbankanum, Brammer á Íslandi og breska sendiráðinu. IceFish verðlaunin eru veitt þeim sem hafa náð framúrskarandi árangi og ná verðlaunin til allra anga sjávarútvegs.
Verðlaunin voru kynnt til sögunnar árið 1999 og áttu að vekja athygli á frábærum árangri bæði í íslenskum sjávarútvegi og um leið á alþjóðlegum vettvangi. Virðing IceFish verðlaunanna hefur vaxið í áranna rás og í dag nota þau fyrirtæki sem verðlaunuð eru, verðlaunin til markaðsetningar, bæði innan lands og utan.
Verðlaunahafar eru valdir af tveimur dómnefndur, Guðjón Einarsson ritstjóri Fiskifrétta stýrir annari dómnefndinni og Carly Wills ritstjóri World Fishing hinni. Tekið er við tilnefningum um íslensk fyrirtæki og alþjóðleg. Tilefnd eru fyrirtæki í ýmsum stærðarflokkum og ólíkum greinum sjávarútvegs.
Verðlaunahafar IceFish verðlaunanna 2014 eru:
Besta nýjungin á sýningunni: POLAR FISHING GEAR
Besti sýningarbásinn (minni básar) SJÓVÁ
Besti sýningarbásinn (stærri básar) ICELANDIC GROUP HF
Besti lands-, svæðis- eða hópbásinn GRINDAVÍK
Framúrskarandi íslenskur skipstjóri VÍÐIR JÓNSSON KLEIFABERGI RE-70
Framúrskarandi íslensk útgerð ÍSFÉLAG VESTMANNAEYJA
Framúrskarandi íslenska fiskvinnsla HB GRANDI
Fraúrskarandi framlag til íslensks sjávarútvegs SKINNEY-ÞINGANES
Framúrskarandi íslenskur birgi. Veiðar (minni fyrirtæki) 3XTECHNOLOGY/SKAGINN
Framúrskarandi íslenskur birgi. Veiðar (stærri fyrirtæki) HAMPIÐJAN
Framúrskarandi íslenskur birgi. Fiskvinnsla (minni fyrirtæki) VALKA
Framúrskarandi íslenskur birgi. Fiskvinnsla (stærri fyrirtæki) MAREL
Framúrskarandi erlendur birgi. Veiðar (minni fyrirtæki) JTELECTRIC
Framúrskarandi erlendur birgi. Veiðar (stærri fyrirtæki) RAYMARINE
Framúrskarandi erlendur birgi. Fiskvinnsla (minni fyrirtæki) UNISYSTEM
Framúrskarandi erlendur birgi. Fiskvinnsla (stærri fyrirtæki) CRAEMER GROUP
Framúrskarandi birgi í heildina – valinn úr hópunum öllum MAREL