GESTIR

carousel2

Íslenska sjávarútvegssýningin og Íslensku sjávarútvegsverðlaunin snúa aftur í Smárann í Kópavogi með glæsibrag dagana 18. til 20. september 2024.

Frá því að IceFish hóf göngu sína árið 1984 hefur hún orðið leiðandi viðburður á sínu sviði, og allir sem þurfa að fylgjast með því nýjasta og besta í tækni og þróun hafa ómældan hag af því að mæta. Á IceFish bjóða öflugir sýnendur áhugasömum gestum að berja augum nýjustu þróun í tækni, vörum og þjónustu. Gestir geta alltaf treyst á að sýningin bjóði upp á það besta í sjávarútvegi, vinnslu og fiskeldi á hverjum tíma, bæði hérlendis og erlendis.

Fyrr á þessu ári fagnaði IceFish 40 ára afmæli sínu og var haldið upp á þennan tímamótaviðburð á fjórtándu sýningunni í Smáranum í september sl. Sýningin fór fram úr björtustu vonum og voru gestir tæplega 12.400 talsins frá sextíu mismunandi löndum, sem er met. Velgengni sýningarinnar markaði þannig einstaklega vel heppnaða endurkomu frá tímabilinu fyrir kóvíd-faraldurinn, ásamt því að styrkja miðlæga stöðu IceFish í alþjóðlegum sjávarútvegi og undirstrika þrótt íslensks sjávarútvegs.

Íslenska sjávarútvegssýningin er miklu meira en bara sýning. Hún státar af ótal mörgum viðburðum sem haldnir eru samhliða sjálfri sýningunni, svo sem hinnni vinsæla ráðstefnu Fish Waste for Profit, afhendingu Íslensku sjávarútvegsverðlaunanna, þar sem framúrskarandi starfsemi í íslenskum og erlendum sjávarútvegi fær verðskuldaða viðurkenningu, vinsælum fyrirtækjastefnumótum og fjöldamörgu öðru forvitnilegu.

Viðburðir á sjálfri sýningunni voru skipulagðir í góðri samvinnu við sýnendur og nokkur erlend sendiráð stóðu fyrir sérstökum móttökuboðum meðan á sýningunni stóð.

IceFish-sýningin spannar alla þætti atvinnuveiða, vinnslu og fiskeldis, ásamt því að styrkjast á hverju ári á sviði hliðarafurða og annarrar virðisaukandi framleiðslu og þróun sem tengist sjávarútvegi.

Ef þú vilt sýna, styrkja eða heimsækja hafðu vinsamlegast samband við okkur í síma (0044) 1329 825 335 eða sendu okkur tölvupóst á info@icefish.is eða skilaðu inn þessu skráningarblaði.

Sundurliðun gesta á IceFish 2024 er sýnd hér fyrir neðan -