SAMSTARFSFJÖLMIÐLAR

Það er Íslensku sjávarútvegssýningunni & sjávarútvegsverðlaununum ánægja að kynna eftirfarandi samstarfsaðila á sviði fjölmiðla:

fiskifrettir-thumbnail

FISKIFRÉTTIR

Fiskifréttir, vikublað um sjávarútveg og haftengd málefni, hafa komið út óslitið frá haustinu 1983 eða hátt í fjóra áratugi. Blaðið birtir vandaðar fréttir og fréttaskýringar, úttektir og viðtöl um það sem efst er á baugi hverju sinni. Leitast er við að endurspegla ólík sjónarmið í allri umfjöllun og sömuleiðis í skoðanagreinum sem blaðið birtir reglulega. https://www.fiskifrettir.is/

morgunbladid-thumbnail

MORGUNBLAÐIÐ

Morgunblaðið er alhliða frétta- og upplýsingaveita um allt sem tengist hafsókn á Íslandi. Vefurinn er í dag einn mest lesni fréttavefur sem fjallar um sjávarútveg, fiskeldi, skipaiðnað og aðra haftengda starfsemi.Vefurinn var opnaður 28. september 2016 og leysti af hólmi sjávarútvegsvefinn Sax sem starfað hafði frá árinu 2008. https://www.mbl.is/frettir/

mercator-media-thumbnail

MERCATOR MEDIA

Mercator Media er sérhæft útgáfu- og ráðstefnuþjónustufyrirtæki sem mótar og dreifir mikilvægum upplýsingum til að efla allt markaðsstarf. Sérfræðingar í hverri grein standa að tímaritum þess, atburðum og þjónustu á Netinu. Þeir leggja sig fram um að veita sem ítarlegasta innsýn og greiningu og koma á samböndum sem skipta máli fyrir þá fagaðila í greininni sem stefna að aukinni sérhæfingu á sínu sviði. www.mercatormedia.com

fisker-bladet-thumbnail

FISKERBLADET - MARITIME DENMARK

Fiskerbladet is Denmark’s oldest media for the fishing industry and has a very loyal readership. Here you will find information about new ships, equipment, catching methods and covering new innovative initiatives inside e.g. aqua culture. https://fiskerbladet.dk/

intrafish-thumbnail

INTRAFISH

IntraFish Media er í fararbroddi á sviði frétta- og upplýsingamiðlunar um sjávarfang og hefur hvatt til afburða í þeirri iðngrein í á þriðja tug ára. intrafish.com