“
Hampiðjan hefur tekið þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni síðan 1984 og lítur á hana sem þá allra mikilvægustu. Hún er alltaf vel skipulögð og vel sótt af bæði nýjum gestum og gömlum viðskiptavinum. Við hlökkum til næstu sýningar og að hitta bæði nýja og gamla viðskiptavini. Sjáumst heil!
Haraldur Árnason
Sölu- og Markaðsstjóri
Hampiðjan Iceland
“
Sæplast hefur sýnt á Íslenskusjávarútvegssýningunni frá upphafi 1984, sama ár og fyrirtækið var stofnað, envið metum hana vera mikilvægustu sýninguna sem við sækjum. Sýningin ereinstakur vettvangur, bæði til þess að viðhalda núverandi viðskiptatengslum ogmynda ný.
Daniel Niddam
Sölu- og Markaðsstjóri
Sæplast Europe
“
Við höfum verið stolt af því að taka þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni árum saman. Sýningin er og verður áfram mikilvægur viðburður fyrir okkur og hún gerir okkur kleift að stíga inn á íslenska markaðinn á skilvirkan hátt með veiðafærum og búnaði fyrir fiskeldi. Sýningin skapar frábæran vettvang til að tengjast lykilaðilum í greininni, skipast á hugmyndum og sýna okkur helstu nýjungar. Öll samskipti á sýningunni eru ævinlega af bestu gerð og fjölmörg frábær viðskiptatækifæri í boði, sem leggst á eitt um að gera sýninguna ómissandi hluta af viðskiptastefnumótun okkar á hverju ári. Við hlökkum til að sýna aftur á næstu sýningum.
Bogi Nón
Markaðsstjóri
Vónin
IceFish er fullkominn vettvangur fyrir GreenFish til að tengjast lykilaðilum og kynna nýjar vörur okkar. Fá tækifæri gefast til að hitta jafn marga úr greininni og byggja upp tengsl á einum stað. IceFish-teymið er einnig frábært að vinna með og hefur alltaf sinnt öllum okkar þörfum af mikilli fagmennsku. Við hlökkum til að snúa aftur árið 2026, þar sem IceFish heldur áfram að vera lykilviðburður fyrir okkur til að vaxa, efla samstarf og byggja upp enn sterkari tengsl innan greinarinnar.
Sveinn Sigurður Jóhannesson
GreenFish
“
Íslenska sjávarútvegssýningin hefur allt fráupphafi 1984 verið mikilvægur vettvangur fyrir bæði Marel og íslenskansjávarútveg í heild sinni. Íslenska sjávarútvegssýningin færir okkur einstakttækifæri til að kynna vörur okkar fyrir þeim viðskiptavinum sem næstir eruupphafsreit okkar og höfuðstöðvunum á Íslandi.
Sigurður Ólason
Framkvæmdastjóri
Marel
“
Hjá KlakaTech leggjum við metnað í að skila háþróuðum sjálfvirknilausnum sem auka skilvirkni og nýsköpun í sjávarútvegi. Íslenska sjávarútvegssýningin er einstakur vettvangur til að tengjast fagfólki í greininni, kynna nýjustu tæknilausnir okkar og styrkja samstarf. Við erum spenntir fyrir þátttöku í sýningunni og hlökkum til að móta framtíð sjávarútvegsins saman!”
Gunnar Örn Bragason
Yfirmaður þjónustu
Klaki
“
Þátttaka Set ehf á Icelandic Fisheries Exhibition er mikilvægur vettvangur fyrir okkur sem íslenskur framleiðandi á lagnasviði. Markaðurinn er sífellt stækkandi, sér í lagi í landeldis fiskeldum og er því mikilvægt fyrir Set ehf að sýna fyrirtækið og sínar vörur sem tengjast fiskeldi og halda uppi góðum tengslum við markaðinn.
Einar Sverrisson
Deildarstjóri söludeildar
Set ehf
“
Marine Stewardship Council (www.msc.org) var það mikið ánægjuefni að taka þátt í ICEFISH. Þá þrjá daga sem sýningin stóð yfir kynntumst við fjölda framleiðenda, frjálsum félagasamtökum, íslenskum ráðgjafafyrirtækjum og vísindamönnum víða að úr heiminum. VIP-sendinefndin frá Mexíkó kom einnig í heimsókn en í henni voru margir lykilmenn í mexíkóskum sjávarútvegi. Við eflum tengsl MSC og íslensks sjávarútvegs í hvert sinn sem við heimsækjum Ísland. Það er okkur tilhlökkunarefni að fylgja eftir þessari jákvæðu reynslu af ICEFISH.
Gísli Gíslason
Þróunarstjóri og Ráðgjafi
Marine Stewardship Council á Íslandi