Viðamesta sýning á sviði atvinnuveiða á norðurslóðum frá árinu 1984 snýr loks aftur dagana 8.-10. júní 2022, eftir fimm ára hlé sem stafar af hömlum af völdum kóvíd-takmarkana.
Íslenska sjávarútvegssýningin spannar allt frá fiskileit, veiði, vinnslu og pökkun, til markaðssetningar og dreifingar fullunnar vöru. Hún hefur skapað alþjóðlegt viðskiptaumhverfi fyrir atvinnuveiðar, vinnslu, fiskeldi og þær hliðar sjávarútvegs sem snúa að þróun hliðarafurða. Eftir nær tvö ár af takmörkunum vegna heimsfaraldursins mun sýningin í júní næst komandi búa til langþráð umhverfi og aðstöðu fyrir fagfólk í greininni til að hittast augliti til auglitis á viðskiptafundum á einum og sama staðnum.
Sýningarsvæðin eru þétt setin spennandi nýjungum frá þrautreyndum sýnendum jafnt og fjölmörgum nýjum. Stórir sýningarskálar verða frá Danmörku, Noregi og Færeyjum, og sýningarskáli frá Spáni verður nú í fyrsta skipti í boði. Á sýningunni í júní verða margar spennandi nýjungar, svo sem:
Sérstakt svæði helgað vinnslu/virðisauka/fiskeldi og hliðarafurðum. Þetta er gert til að viðurkenna og endurspegla þróunina í greininni og fer saman við fjórðu Fish Waste for Profi-ráðstefnuna, sem haldin verður á öðrum og þriðja degi sýningarinnar.
Á sýningunni árið 2017 voru haldin um hundrað vel heppnuð fyrirtækjastefnumót með þátttöku um 90 fyrirtækja frá 24 löndum. Fyrirtækjastefnumótin verða aftur í boði í júní nk., þar sem kaupendur og seljendur eru leiddir saman. Þannig er sýnendum og gestum veittur öflugur stuðningur til að koma á lykiltengslum meðan á sýningunni stendur.
IceFish Connect - stafræna samfélagið: IceFish Connect var fyrst kynnt til sögunnar árið 2021, en um er að ræða vettvang í sýndarveruleika sem starfar samhliða Íslensku sjávarútvegssýningunni í raunheimum. Á IceFish Connect verður fjölbreytt og grípandi efni sem gerir gestum og sýnendum kleift að hittast, efla tengslanetið og þróa með sér viðskipti á netinu.
Verðlaun Íslensku sjávarútvegssýningarinnar verða veitt í 8. skipti fyrsta kvöld sýningarinnar. Gestgjafi verðlaunanna er Kópavogsbær, eins og verið hefur frá árinu 1999. Verðlaunin heiðra þá aðila sem skara framúr í sjávarútvegi á alþjóðavettvangi og á Íslandi, hvort sem er á sviði atvinnuveiða, vinnslu eða sjávarrétta.
Marianne Rasmussen-Coulling, framkvæmdastjóri Íslensku sjávarútvegssýningarinnar og yfirmaður viðburða hjá Mercator Media: “IceFish leggur til lykilvettvang fyrir bæði sýnendur og gesti úr sjávarútvegi til að leiða saman hesta sína, og eftir tvö ár af takmörkunum vegna kóvíd-faraldursins er sá vettvangur mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Við hlökkum til að bjóða loks fagaðilum að hittast og veita þeim tækifæri til að skoða, ræða og fræðast um helstu nýjungar á sviði tækni og þróunar í sjávarútvegi, bæði frá Íslandi og alþjóðavettvangi.”
Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2022, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.
Sölumenn á Íslandi: Ómar Már Jónsson Tel: +354 893 8164 omar@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is