„Marigr þættir í hversdagstilveru okkar hafa breyst vegna heimsfaraldurs Covid-19. Sölu- og markaðsstarf okkar hjá Wise Solutions er þar engin undantekning, enda þótt þróunin hafi ekki verið alveg í þá átt sem við áttum von á. Við höfum sjaldan haft jafn mikið að gera hér í sölu- og markaðsdeildinni,” segir hann.

Mikið af þeim kerfum sem Wise framleiðir eru mikilvæg í framleiðsluflæði sjávarafurða, sendingum og sölu um heim allan, og viðskiptavinum fyrirtækisins heldur áfram að fjölga um heim allan.

Lausnirnar sem Wise býður upp á eru með öflugt yfirlit á mælaborði fyrir stjórnendur, en það er lykilatriði í árangursríkri stjórnun. Power BI, Wise Analyzer, Cubes og SharePoint eru tæki sem hjálpa til við daglegan rekstur og greiningu,” segir hann.

„Það er mikilvægt að nýta sér þau forrit sem til eru og nýta þau til fulls. Tölvuþróunin nú býður upp á endalausa möguleika og pappírslaust reikningshald sýnir enn frekar umhverfisvitund og jákvæða stefnu í viðskiptaþróun til framtíðar. Sjálfvirkni og rauntímaskráningar ásamt ítarlegri þekkingu á stöðu skulda, lána og birgða getur gegnt lykilhlutverki í árangursríku starfi fyrirtækja og getur raunar ráðið úrslitum á aðhaldstímum.”

„Verkefnin hrannast upp og fyrirtækið er að stækka, með nýju starfsfólki sem gengur til liðs við hópinn hjá Wise og leggur sitt af mörkum við vöxt fyrirtækisins. Stóran part af þessari útvíkkun má þakka því að við höfum getað þróast, aðlagað okkur að breytingum og byggt okkur upp á tímum heimsfaraldurs,” segir Jón Heiðar Pálsson.

Jóhannes Helgi Guðjónsson, framkvæmdastjóri Wise, bætir því við að lykilþáttum í því að hitta viðskiptavini fyrirtækisins, hefðbundnum ráðstefnum, málþingum og öðrum fundum, hafi annað hvort verið aflýst eða þeim frestað – þar á meðal Íslensku sjávarútvegssýningunni, sem Wise hefur verið fastur þátttakandi í um árabil.

„Árlegir viðburðir á borð við sjávarútvegssýningarnar í Brussel, Boston og Íslenska sjávarútvegssýningin eru atburðir sem við hlökkum til á hverju ári,” segir hann.

„Venjulega gætum við hitt viðskiptavini okkar og samstarfsaðila á þessum viðburðum ásamt því að tengjast nýjum viðskiptavinum. Í ljósi aðstæðna nú þurfti að gera ákveðnar breytingar.”

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2021, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Birgir Þór Jósafatsson S: +354 896 2277 birgir@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is

Wise1.johannes_helgi_gudjonsson_2_litur_wise

“In the light of recent circumstances, some adaptation or change was needed,” says Wise CEO Jóhannes Helgi Guðjónsson