Gavin Fisher hjá Ultraguard segir fyrirtækið hraðbyri stefna í að verða fyrsta val skipaeigenda sem vilja verjast óæskilegum lífverum á borð við skelfisk, hrúðurkarl og þörunga sem setjast á sjókistur, kælikassa, sjókælikerfi eða á skipsskrokkinn.
„Ultrauard er framleitt í Skotlandi og er öflugasta og þróaðasta hljóðbylgju-gróðurvarnarkerfið sem nú er á markaðnum. Það er hagkvæmur valkostur við hefðbundnar aðferðir á borð við koparauðug efni eða lífeyðandi málningu, og skilur enga mengun eftir sig,“ segir hann, og tekur fram að vegna þess að Ultraguard eyðist ekki þá er enginn endurtekinn kostnaður á nokkurra ára fresti.
„Með því að halda skipsskrokknum og kælikerfunum hreinum, þá sparar það fé fyrir skipseigendur með því að halda eldsneytisnotkun niðri allan líftíma skipsins,“ segir hann.
Ultraguard notar úthljóðs-höggbylgjur til að hindra óæskilegar lífverur frá því að safnast á skip. Auðvelt er að koma búnaðinum fyrir á eldri skip og hægt er að setja hann upp meðan skipið er á hafi, þannig að engin þörf er á að fara í slipp.
Tveggja ára ábyrgð fylgir Ultraguard, alveg laus við smáa letrið og svo er varan hönnuð þannig að notandinn geti sjálfur brugðist við bilunum.
“Þetta þýðir að ef upp kemur vandamál getur áhöfnin lagfært það á fáeinum mínútum þannig að engin þörf er á heimsókn frá tæknimanni úr landi,“ segir hann.
Með Ultraguard fylgir forrit fyrir Windows eða Mac sem gerir áhöfn skipsins kleift að skoða atburðasögu kerfisins, athuga viðvörunarboð og loka á ákveðnar tíðnir til að koma í veg fyrir truflanir vegna annarra hljóðgjafa á borð við fiskileitartæki eða toghleraskynjara.
„Við hlökkum til að mæta á Íslensku sjávarútvegssýninguna í ár, og styðja þar við umboðsaðila okkar, Atlas,“ segir hann
Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2021, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.
Sölumenn á Íslandi: Ómar Már Jónsson Tel: +354 893 8164 omar@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is