Íslenska sjávarútvegssýningin og sjávarútvegsverðlaunin eiga rót að rekja til ársins 1984 og hafa meira en tvöfaldast að umfangi síðan þá. IceFish er haldin þriðja hvert ár að beiðni sýnenda en það tryggir að nýjar vörur og þjónusta eru kynntar á sýningunni sem hefur sannað sig sem mikilvægur viðburður á heimsvísu hvað sjávarútveg varðar.
Á sýningunni er fjallað um allar hliðar sjávarútvegsins, allt frá veiðum og fiskileit til vinnslu og pökkunar, markaðsetningar og dreifingar á fullunnum afurðum.
Viðburðurinn hefur byggst á trausti, áreiðanleika og kröfum markaðarins. Við leggjum alla áherslu á nýjungar og skilvirkni þannig að allir þeir sem starfa við sjávarútveg geti fengið að kynnast nýmælum í þróun og væntanlegum vörum og framleiðslu. Við njótum stuðnings helstu fyrirtækja í heimshlutanum og innan sjávarútvegsins vegna áherslunnar sem við leggjum á gæði sýningarinnar og þau eiga mikinn þátt í því að sýningin er jafn vel heppnuð og raun ber vitni.
Helstu samtök og stofnanir Íslensku sjávarútvegssýningarinnar:
- Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
- Samtök iðnaðarins
- Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi
- Landssamband smábátaeigenda
Hægt er að afla sér nánari upplýsinga um sýninguna með því að hafa samband við sýningarstjórn IceFish í síma +44(0)1329 825335 eða í netfanginu icefish@icefish.is