En hvað getur app virkilega gert til að auka ánægju þína á IceFish?
Íslenska sjávarútvegssýningin er haldin og Íslensku sjávarútvegsverðlaunin afhent í Kópavogi 13.-15. september 2017. Sýningin var haldin í fyrsta skipti árið 1984 og hefur samkvæmt óskum sýnenda verið haldin á þriggja ára fresti allar götur síðan. Fyrirtækin safnast saman á hverri sýningu til að sýna helstu nýjungar í tækni, vöruþróun og þjónustu og fyrir vikið geta gestir stólað á að á sýningunni finna þeir það nýjasta í greininni, lagasetningu og aðferðum til að bæta reksturinn. Hver sýning er viðameiri en sú sem á undan fór og í ár snýr hún aftur svo eftir verður tekið, ekki aðeins er sýningin núna stærri í sniðum en nokkru sinni fyrr, heldur býður hún líka upp á glænýtt app!
Appið er fáanlegt bæði á ensku og íslensku og er hannað til að bæta og kæta reynsluheim bæði gesta og sýnenda á Íslensku sjávarútvegssýningunni 2017. Appið býður sýnendum upp á aðgang á svæðum sem voru þeim áður lokuð, allt frá því að birta frásögn af sýningunni eða senda einkaskilaboð, til þess að fá skjótvirka aðstoð, sem gerir sýnendum kleift að fá sem mest út úr þátttöku án þess að þurfa einu sinni að yfirgefa básinn sinn!
Hvað fleira hefur appið að bjóða fyrir gesti? Það er hannað til að bæta og efla upplifun allra notenda af sýningunni; appið inniheldur líka ítarlega Sýnendaskrá, gagnvirk kort sem flýta för þinni um sýningarsvæðið, fréttamiðlun í rauntíma og ábendingar um hvar best er að gista, kaupa flug og slaka á meðan á dvöl þinni stendur á höfuðborgarsvæðinu. Að því ógleymdu að allir sem hlaða niður appinu geta fengið þriggja mánaða ókeypis aðgang að World Fishing-tímaritinu í þakklætisskyni fyrir niðurhalið!
Það getur kannski ekki borgað barreikninginn eða keyrt þig heim, en appið getur tvímælalaust bætt til muna reynslu þína af IceFish í ár og það er ókeypis, þannig að það mælir allt með því að hlaða því niður!
Til að fá frekari upplýsingar um IceFish-sýninguna, smelltu hér. Eða halaðu niður appinu í App Store eða Google Play Store núna!