„Við höfum verið á öllum IceFish-sýningunum frá því á tíunda áratug síðustu aldar, með ólíkum formerkjum, og við lítum á það sem tækifæri til að hitta fólk og byggja upp sambönd á Íslandi,” sagði hann, og bætti því við að þetta sé eina sjávarútvegssýningin sem þeir taka þátt í núna.
Á þessu ári tekur Fiskmarkaðurinn í Grimsby þátt í IceFish ásamt sveitarstjórn Norðaustur-Lincolnshire, sem hefur stutt markaðinn og lengi verið í tengslum við íslenska útflytjendur. Svæðið hefur þannig verið mikilvæg viðkomustöð fyrir ferskan fisk frá Íslandi inn á breska markaðinn.
„Við tökum við 15 þúsund tonnum af fiski árlega og 77% af því kemur frá Íslandi – þannig að þetta eru meira en 10 þúsund tonn af fiski frá Íslandi sem fer á uppboð,” sagði Martin Boyers.
„Síðasta sýningin var mjög vel heppnuð, og þessi verður það líka. Þær eru ekki haldnar nema á þriggja ára fresti þannig að alltaf gefst tími til að fylgjast með þróuninni og sjá eitthvað nýtt ásamt því að endurnýja gömul kynni og hitta nýtt fólk. Þannig að þessi viðburður er alltaf mikilvægur og ferskur. Fiskmarkaðurinn í Grimsby notar einnig vinnslukerfi frá Marel, og það gefur okkur einnig tækifæri til þess að hitta þá aftur og sjá það sem er nýjasta nýtt hjá þeim.”
„Við framleiðum eftir forsögn þeirra og spörum þeim tíma og kostnað með því að senda þeim vöruna ýmist innanlands eða beint til viðskipavina erlendis."
Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2020, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.
Sölumenn á Íslandi: Birgir Þór Jósafatsson S: +354 896 2277 birgir@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is