„Vónin þróar og framleiðir veiðarfæri og búnað til fiskeldis og hver einasta Icefish-sýning er okkur mikið tilhlökkunarefni. Sýningin sjálf er mjög fagmannlega og vel skipulögð og þangað kemur stór hópur manna sem taka mikilvægar og afdrifaríkar ákvarðanir,“ sagði Bogi Nón hjá Vóninni.
Fyrirtækið býr að yfirgripsmikilli reynslu á sviði fiskeldis því það hefur átt í miklum viðskiptum með kvíar og tengdan búnað við bæði bresk og norsk fiskeldisfyrirtæki auk færeyska heimamarkaðarins en Vónin hefur þróað mikið af búnaði sem þolir aðstæðurnar við færeyskar stendur. Framleiðsla fyrirtækisins á veiðarfærum er einnig í fullum gangi og í ár hefur það afhent sérsniðin Bacalao 740 í norsku togarana Atlantic Viking og nýja skipið Granit sem verður afhent á næstunni.
Óli Horn hjá Vóninni bætir við: „Fullyrða má að þetta troll hafi staðið sig afar vel. Það hefur verið notað til veiða á ufsa, þorski, karfa og grálúðu og ekki hafa komið fram á því aðrar skemmdir en hefðbundið slit sem kallar á almennt viðhald.“
Vónin heldur áfram að eflast og stækka og í ár verður komið upp nýju netaverkstæði í Fuglafirði, miðstöð færeyskra uppsjávarveiða, með það fyrir augum að uppfylla eftirspurn eftir stærri tollum. Framleiðslan í netaverksmiðjunni í Siauliai í Litháen verður auk þess meira en tvöfölduð.
„Ísland er okkur mikilvægt markaðssvæði og við hlökkum mjög til þess að kynna þar okkar nýjustu vörur, svo sem flotbúnaðinn The Flyer og toghlerana Tornado og Storm,” sagði Bogi Nón.