Uppsjávarskipin Víkingur og Venus voru afhent HB Granda árið 2015 og leystu af hólmi fjögur eldri skip. Í framhaldi af þessu gerði HB Grandi svo annan samning við Celiktrans um smíði þriggja botnfiskskipa af nýrri kynslóð sem hönnuð eru af Nautic. Fyrsta skipið, Engey, hefur þegar verið afhent og er um það bil að hefja veiðar. Hin skipin tvö, Akurey og Viðey, eru langt komin í smíði.
Celiktrans skipasmíðastöðin tók fyrst þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni árið 2014 og verður aftur þátttakandi í ár og byggir þá á þeim árangri sem stöðin hefur náð nú þegar á Íslandi.
Að sögn Volkan Urun hjá Celiktrans leggur stöðin áherslu á að ná til nýrra viðskiptavina á Norðurlöndum og þátttakan í sýningunni er lykilatriðið í þeirri viðleitni.
„Við horfum til Íslands, Færeyja, Danmerkur og Noregs í þessu sambandi,“ sagði hann. „Endurnýjun fiskiskipaflotans á Íslandi kemur að fjórðungi frá okkar skipasmíðastöð svo okkar staða er góð og við höfum gott forskot.
Hann bætti því við að hagkvæmt væri fyrir skipasmíðastöð að þrjú ár liðu milli sýninga. „Árið 2014 voru Víkingur og Venus í smíðum og á sýningunni það ár undirrituðum við samninga um smíði þriggja ferskfisktogara. Þannig að þegar sýningin í ár verður haldin hafa þessi tvö uppsjávarskip verið í rekstri í tvö ár, einn ferskfisktogari verður á veiðum og annar um það bil að hefja veiðar. Þetta sýnir greinilega að við erum færir um að afhenda ný skip fljótt og vel,“ sagði hann.
Frekari upplýsingar um Celiktrans skipasmíðastöðina má fá á sýningarbás G20 á Íslensku sjávarútvegssýningunni.