„Síðasta ár var gott ár, og þetta hefur líka farið vel af stað. Það hefur mikið verið að gerast á síðustu árum, og allt virðist ætla að ganga upp á sama tíma,“ segir hann, og bætir því við að tafir sem orðið hafa á stækkun húsnæðisins í Hafnarfirði megi að hluta rekja til þess að almenn velgengni á Íslandi hafi haft í för með sér skort á iðnaðarfólki.
Nú er Curio í þann veginn að fá stærra húsnæði, sem mikil þörf er á. Þrettán hundruð fermetrar bætast við verksmiðjuna, og áætlanir eru um frekari stækkun þegar vöruúrvalið eykst, og má þar nefna nýjar flökunarvélar með mikla stillingarmöguleika og eru hannaðar með það í huga að vélin lagi sig að fiskinum sem vinna á hverju sinni.
Íslenska sjávarútvegssýningin IceFish hefur verið í lykilhlutverki varðandi alla þátttöku Curio í sýningum, meðan Curio hefur vaxið ásmegin jafnt heima sem erlendis.
„Curio hefur verið reglulegur þátttakandi í fjölda IceFish-sýninga gegnum árin og fyrir okkur er mikilvægt að vera sýnileg á þessum sýningum vegna þess að Ísland er heimamarkaður okkar,“ sagði Elliði Hreinsson. „Við munum svo sannarlega taka þátt í IceFish 2020 og lítum svo á að hún sé lykilatburður í kynningu á öllum síðustu nýjungum okkar.“
Nýjasta viðbótin í vörulínu Curio er klumbuskurðarvél sem þróuð er til að vinna hausaðan og slægðan fisk, og þetta varð að viðamiklu verkefni sem hlaut styrk úr Horizon 2020 til að ljúka verkinu sem Curio hafði byrjað að þróa. „Við gerum okkur grein fyrir að margir viðskiptavina okkar voru annað hvort að nota gamlar vélar sem hafði verið breytt, eða að vinna fiskinn í höndunum – og með takmörkuðum árangri,“ sagði hann.
Curio hófst því handa við að gera vél sem tekið erfiðisvinnuna úr vinnsluferlin, og afkastagetan yrði um leið meiri en hægt væri að ná fram í höndunum. „Við sýndum fram á að hugmyndin stæðist og þá vinnu sem þegar hafði farið fram, og Evrópusambandið var sammála okkur, lét okkur fá styrk til að hjálpa til við að ljúka þróun og markaðssetningu vélarinnar,“ sagði hann.
Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2020, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.
Sölumenn á Íslandi: Birgir Þór Jósafatsson S: +354 896 2277 birgir@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is