Fyrirtækið hefur árum saman verið reglulegur þátttakandi, allt frá 1999 þegar BP Shipping gegndi lykilhlutverki við smíði hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar, sem Asmar skipasmíðastöðin í Chile afhenti Hafrannsóknastofnun Íslands. Allar götur síðan hefur BP Shipping tekið þátt í þróun á stórum hluta íslenska skipaflotans, og mörg nýsmíðaverkefni hafa farið af stað í framhaldi af samræðum á sýningunni.
Nýjasta afurð fyrirtækisins er afhending Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs, sem smíðuð varí Crist skipasmíðastöðinni í Póllandi. Hún gegnir nú lykilhlutverki í tengingu Vestmannaeyja við Landeyjahöfn.
„Þessi Herjólfur er sá fjórði í röðinni,“ segir hann. „Þetta er fyrsta ferjuverkefnið sem ég tek þátt í en samstarfsfélagar okkar hjá Crist hafa langa reynslu af því að smíða ferjur, meðal annars fyrir FinFerries.“
Hann bætti því við að eftir nokkur afar annasöm ár hafi hægt á markaðnum fyrir fiskiskip á Ísland, þótt enn sé eftirspurn eftir nýjum skipum.
„Sérstaklega er eftirspurn eftir nýjum frystitogurum, bæði vinnsluskipum og rækjutogurum. Hægt væri að smíða þá í Póllandi eða Tyrklandi því enn er pláss fyrir fleiri. Við getum boðið samkeppnishæft verð hjá samstarfsaðilum okkar í Póllandi, og þar sem þeir eru að klára mikið af stálsmíðaverkefnum sínum annars staðar hafa þeir verulegan áhuga á að taka að sér fleiri heildstæð smíðaverkefni – eins og gert var með Herjólf.“
Venjulega sýnir BP Shipping í samstarfi við skipasmíðastöðina sem unnið var með – sem á síðustu IceFish ráðstefnu var Hvide Sande skipasmíðastöðin sem þá var í þann mund að afhenda neta- og dragnótaskipið Hafborgu íslenskum eigendum. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um IceFish á næsta ári, en mögulega sýnir Crist skipasmíðastöðin í félagi við BP Shipping.
„Þetta er stórkostleg sýning og verður betri með hverju árinu,“ segir Björgvin Gunnar Björgvinsson. „Með því að taka þátt sýnum við okkur, og það gefur tækifæri til að hitta nýtt folk og endurnýja gömul kynni – auk þess sem mikið af gestum á sýningunni koma frá útlöndum. Hægt er að vera í sambandi gegnum síma og tölvupóst, en það er ekki eins. Viðskiptin gerast þegar fólk sest niður og talar saman augliti til auglitis.“
Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2020, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.
Sölumenn á Íslandi: Birgir Þór Jósafatsson S: +354 896 2277 birgir@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is