„Skeljungur er elsta og stærsta eldsneytisfyrirtæki á landinu,“ segir Þorsteinn Pétursson sölustjóri. Félagið í núverandi mynd á rætur sínar að rekja allt aftur til ársins 1928 og þar áður hét það HF Shell, þannig að um er að ræða sölu á eldsneyti óslitið í heila öld. Þjónusta við sjávarútveginn er lykilþáttur í starfseminni og útvegar fyrirtækið eldsneyti, smurolíur og aðrar rekstrarvörur á öllum tímum sólarhrings árið um kring. Eldsneyti er annað hvort dælt beint úr tönkum eða flutt með bílum, jafnvel til afskekktustu staða.

Skeljungur er fastur þátttakandi í Íslensku sjávarútvegssýningunni og hefur oftar en einu sinni hreppt verðlaun fyrir besta sýningarbásinn. Básinn hefur reynst vinsæll staður meðal sýningargesta. „Það er okkur mikilvægt að hitta viðskiptavini okkar hvaðan æfa af landinu og því leggjum við okkur sérstaklega fram. Básinn okkar er einn hinna stærri á sýningunni og í lok hvers sýningardags er slegið á létta strengi og boðið upp á kaffi, drykki og snarl. Sýningin er mikilvæg fyrir Skeljung og við viljum vera áberandi þar,“ segir Þorsteinn.