Jónas Ágústsson framkvæmdastjóri Eltaks ehf. sem sérhæfir sig í vogum og umbúðatækjum af öllu tagi, sagði: „Við erum afar ánægð með sýninguna“.
„Á sýningunni þar á undan hafði greinin í heild sinni orðið fyrir gríðarlegu áfalli með fjármálahruninu á Íslandi sem varð um leið og sýningin stóð yfir. Við skynjum mikið óöryggi hjá félögum okkar í útgerð og verkun vegna þess að verið er að endurskoða kvótakerfið. Fyrirtækin hika þess vegna með að fjárfesta umtalsvert. Það má líkja stöðunni við bakara sem vantar nýjan og öflugan bökunarofn en hvernig getur hann gert starfsáætlanir fyrir bakaríið sitt en hann veit ekki einu sinni hvort hann fær að baka allt næsta ár?“ sagði Jónas.
Aflaðu þér nánari upplýsinga um hvað sem er varðandi Íslensku sjávarútvegssýninguna & Sjávarútvegsverðlaunin með því að hafa samband við atburðateymið í síma +44(0)1329 825335 eða með tölvupósti á info@icefish.is.