The Fish Waste for Profit-ráðstefnan 2022, sem helguð er nýtingu verðmæta úr því hráefni sjávarfangs sem áður var fargað, hefst á morgun, 9. júní.

Fish Waste for Profit-ráðstefnan er haldin á Grand Hótel Reykjavík. Gestir geta byrjað daginn á kaffisopa og skráningu kl. 8.45, en klukkan 9.15 hefst hún formlega með setningarræðu Þórs Sigfússonar, stofnanda Íslenska sjávarklasans, sem stýrir ráðstefnunni.

Ráðstefnan er haldin samhliða Íslensku sjávarútvegssýningunni 2022, þar sem sýnendur og gestir geta hist augliti til auglitis og styrkt tengslanetið. Búist er við allt að 13 þúsund gestum.

Yfirskrift ráðstefnunnar er Hvernig gera má bláa hagkerfið 100% grænt, og verður sjónum beint að því hvernig greinin vinnur hörðum höndum að fullri nýtingu hliðar-afurða og hvernig taka má sem flest skref í nýtingu umhverfisvænnrar tækni.

Fish Waste for Profit-ráðstefnan fræðir gesti um hvernig hámarka má fjárfestingu í því hráefni sem löngum hefur verið fleygt við vinnslu sjávarafla, en er nú nýtt í greinum sem tengjast ekki sjávarútvegi að öðru leyti. Það er skyldumæting á þennan viðburð fyrir alla þá sem vilja uppgötva nýjungar á þessu sviði, fá innsýn í hvað er að gerast í greininni og þróa tengsl við lykilfólk. Erindin byggja á reynslusögum aðila sem hafa mikla þekkingu í faginu, sérvöldum til að upplýsa gesti um nýjustu þróunina og hversu umfangsmikill iðnaður er orðinn til í kringum fiskúrgang.

Til að að hlaða niður PDF-skjali með dagskrá Fish Waste for Profit smellið hér:

CLICK HERE

conf-FWP-9