„Þátttaka í sýningu þarf að vera ómaksins virði, og við lítum á IceFish sem vettvang til að hitta íslenska viðskiptavini okkar,“ segir Bogi Nón hjá Vóninni.
„Við hittum einnig suma af viðskiptavinum okkar frá öðrum löndum líka, sérstaklega gesti frá Kanada og Grænlandi sem koma á IceFish.“
Hann sagði íslenka markaðinn mikivægan fyrir Vónina, sem hefur verið með viðskiptavini hér til margra ára, einkum varðandi togbúnað fyrir kolmunnaveiðar. Þetta eru allt saman 2016 metra troll og við afhendum þau fyrir kolmunnavertíð næsta árs,” segir hann.
„Okkur hefur gengið vel í kolmunnanum. Megnið af kolmunnaveiðum á Norður-Atlantshafi eru stundaðar með vörpu frá Vóninni.”
Auk þess að útvega veiðarfæri til fiskveiða þá hefur Vónin verið færeyska fiskeldisgeiranum til halds og trausts meðan geirinn hefur verið að vaxa. Fyrirtækið hefur einnig útvegað búnað til lax- og silungseldis sem er í vexti á Íslandi.
„Við höfum mikla reynslu í því að hanna netkvíar og festingar fyrir fiskeldi. Hér í Færeyjum upplifum við öfgar í vetrarveðri og mikla ölduhæð, þannig að ef kerfin okkar þola það sem færeyskt veðurlag býður upp á þá henta þau fullkomlega fyrir íslenskar aðstæður.”
Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2020, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.
Sölumenn á Íslandi: Birgir Þór Jósafatsson S: +354 896 2277 birgir@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is