Um síðustu helgi var haldin móttaka hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum (VSV) og á fimmta hundrað gesta var boðið að skoða nýjan vinnslubúnað uppsjávarafla en verksmiðjan hefur verið endurnýjuð og uppfærð með nýjustu blástursfrystingartækni og umtalsverðri sjálfvirkni í nýjasta hlusta hennar.
Við hönnun á nýja uppsjávarhúsinu valdi VSV þá leið að notast við blástursfrystingu í stað hefðbundinnar plötufrystingar sem annars er í notkun hjá nær öllum öðrum íslensku fiskvinnslustöðvum. Sú ákvörðun var tekin eftir að stjórnendur VSV höfðu kynnt sér ýtarlega þróun í fiskvinnslu í Noregi þar sem blástursfrysting er mjög algeng. Þessi ákvörðun eykur einnig möguleika á viðskiptum við Asíumarkað sem kallar á blástursfrystingu og borgar betur fyrir þannig heilfrystan fisk.
Vinnslugeta verksmiðju VSV hafði áður verið 250 tonn á dag en nú er áætlað að hún sé orðin 420 tonn á dag.
Á Austurlandi er útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Eskja á Eskifirði líka við það að taka nýja vinnslustöð yfir uppsjávarafla í notkun, sem allt kapp var lagt á að ljúka sem fyrst, svo hægt sé að hefja vinnslu á uppsjávarfiski. Verkið var unnið með aðstoð Skagans, 3X, Marels og annarra framleiðenda fiskvinnslubúnaðar.
Nýja verksmiðjan hjá Eskju er álitin vera með þeim háþróuðustu og skilvirkustu sinnar tegundar á Norður-Atlantshafssvæðinu. Hún býður tugi nýrra atvinnutækifæra á Eskifirði til viðbótar rúmlega 100 tímabundnum störfum við smíði hennar og uppsetningu.