Sjávarútvegssýning ársins 2017 er sú tólfta í röðinni en á sýningunni árið 2014 var til staðar áberandi bjartsýni og margir sýnendur tryggðu sér umfangsmiklar pantanir. Þátttakendum fjölgaði um 12% miðað við sýninguna 2011 og urðu alls 15.219, auk þess sem þeir komu frá alls 52 löndum, fleiri en nokkru sinni fyrr. Í þeim hópi voru í fyrsta sinn sýnendur frá Kína, Þýskalandi, Japan, Tyrklandi og Bandaríkjunum. Á sjötta hundrað fyrirtækja kynntu vörur sínar og þjónustu, allt frá fjölbreyttu úrvali veiði- og vinnslubúnaðar til umsjónar með úrgangi og nýtingarmöguleika hans.

Íslenska sjávarútvegssýningin eða Icefish fjallar um allar hliðar sjávarútvegsins, allt frá veiðum og fiskileit til vinnslu og pökkunar, markaðsetningar og dreifingar á fullunnum afurðum.

Starfslið Íslensku sjávarútvegssýningarinnar veitir umfangsmikinn stuðning til kynningar á rúmlega 500 sýnendum og kostendum sínum. Þar er með talin bein markaðssetning með póstsendingum á alls 6.700 netföng atvinnumanna og fyrirtækja í sjávarútvegi auk umfjöllunar í rúmlega 40 fjölmiðlum af öllu tagi, jafnt íslenskum sem erlendum, í sjónvarpi og útvarpi, net- og prentauglýsingum og í systurútgáfu Íslensku sjávarútvegssýningarinnar, tímaritinu World Fishing & Aquaculture.

Þau fyrirtæki og sýnendur á fyrri sjávarútvegssýningum sem enn eiga eftir að bóka sýningarbás á Icefish 2017 ættu að hafa samband við Marianne Rasmussen-Coulling, annað hvort í tölvuskeyti eða um síma: icefish@icefish.is | +44 1329 825335