Frá því að Íslensku sjávarútvegssýningunni var hleypt af stokkunum árið 1984 hefur hún skipað sér í fremstu röð viðburða á sviði sjávarútvegs. Sýningin er haldin á þriggja ára fresti og snýr aftur í september 2020 í Smáranum Kópavogi.

Hún verður haldin í þrettánda skipti að þessu sinni og hefur engin sjávarútvegssýning á Íslandi verið haldin jafn oft og lengi. Sýningin kallast IceFish í daglegu tali og hefur í gegnum árin þróast í að verða metnaðarfullur viðburður sem spannar allar hliðar fiskveiða í atvinnuskyni og sjávarfangs, allt frá fiskileit, veiði, vinnslu og pökkun, til markaðssetningar og framleiðslu fullbúinnar vöru.

Á seinustu sjávarútvegssýningu, árið 2017, jókst hlutfall erlendra sýnenda um 41%
Áhugasamir gestir, með viðskipti að leiðarljósi, voru hátt í 14 þúsund frá 52 löndum. Um 500 fyrirtæki, vöruflokkar og vörumerki nutu sín á 13 þúsund fermetra sýningarsvæði innandyra og utan. Gert er ráð fyrir að enn fleiri erlendir gestir heimsæki sýninguna á næsta ári.

Á IceFish 2020 verður sérstakt svæði helgað vinnslu/virðisauka/fiskeldi og hliðarafurðum sjávarfangs, til að bregðast við og endurspegla þróunina í sjávarútvegi. Nýja svæðið er einnig í samhljómi við fjórðu ráðstefnuna um arðsama nýtingu fiskúrgangs, Fishwaste for Profit, sem haldin verður á öðrum og þriðja degi sýningarinnar.

Marianne Rasmussen-Coulling, framkvæmdastjóri Íslensku sjávarútvegssýningarinnar fyrir Mercator Media: „IceFish hefur orðið ómissandi fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi, hvort sem er á sviði fiskveiða, fiskeldis eða fiskvinnslu, bæði á Íslandi og annars staðar í heiminum. Það er enginn annar viðburður í þessum gæðaflokki og við hlökkum til að endurnýja kynnin við gamalkunnuga viðskiptavini og kynnast nýjum.”

Að kvöldi fyrsta sýningardags verða Íslensku sjávarútvegsverðlaunin afhent. Verðlaunin voru veitt í fyrsta skipti árið 1999 til þess að heiðra afburði og vekja athygli á því besta á sviði fiskveiða, bæði á Íslandi og alþjóðavettvangi. Vegur þeirra og virðing hafa aukist með hverju ári og nú er litið á það sem mikla viðurkenningu að hljóta Íslensku sjávarútvegsverðlaunin, svo keppnin er hörð um þessa eftirsóttu nafnbót til kynningar á fyrirtækjum og framleiðslu. Íslensku sjávarútvegsverðlaunin hafa lengi verið hápunktur hverrar IceFish-sýningar.

Fjórða ráðstefnan um endurnýtingu fiskúrgangs, Fishwaste for Profit, mun einnig verða haldin meðan á IceFish2020 stendur. Frá því að ráðstefnan var haldin í fyrsta skipti árið 2014 hefur hún beint kastljósinu að framtakssemi og frumkvöðlastarfi Íslendinga á sviði arðbærar hagnýtingar fiskúrgangs. Hún stendur nú í hálfan annan dag og lýkur með heimsókn til framleiðanda.

Ef þú vilt styrkja, sýna á eða heimsækja IceFish 2020 skaltu endilega hafa samband við skipulaggjendur í síma 0044- 1329 825335 eða senda okkur skilaboð á netfangið icefish@icefish.is