Marianne Rasmussen-Coulling, viðburðastjóri hjá Mercator Media, er drifkrafturinn á bak við IceFish og hún man þegar fyrsta sýningin komst fyrir á 5000 fermetra svæði og meirihluti sýnenda voru innlend fyrirtæki.

“Þetta er gjörólíkt nú þegar viðburðirnir 2017/2020 ná yfir 13000 fermetra sýningarpláss og sýnendurnir koma alls staðar að úr heiminum,” segir hún.

Alþjóðlegum sýnendum fjölgaði um 41% árið 2017 og þessi þróun heldur áfram með mikilli þátttöku frá spænskum fyrirtækjum á þessari sýningu.

“Við verðum einnig með landsbása sem Danmörk, Noregur, Færeyjar, Bretland og Kanada sjá um skipulagningu á. Í fyrsta sinn verðum við með spænskan þjóðarbás þar sem skipasmíðastöðvar verða mest áberandi: Armon, Astander, Balenciaga, Foro Maritimo, Murueta, Ferri, Gondan og Zamakona verða með sameiginlegt sýningarrými, auk þess sem Ibericisa og Nodosa verða með sérrými.”

Skipasmíðar verða áfram áberandi á sýningunni.  Skipasmíðastöðvar frá Spáni, Tyrklandi, Danmörku, Póllandi og Litháen hafa nú þegar skráð sig til leiks.

“Eftir langt tímabil lítilla fjárfestinga í tonnum talið, af ýmsum ástæðum, þá varð skyndilega gífurleg fjölgun nýrra skipa sem bættust í flotann um svipað leyti og IceFish-sýningin 2017 var haldin. Þótt hægst hafi á þessari fjölgun er langt frá því að henni sé lokið,” segir hún.

“Nú þegar við stefnum á IceFish 2020 er enn pláss fyrir endurnýjun í íslenska flotanum, nokkur skip eru í smíðum, meðal annars hjá Karstensen í Danmörku og Armon á Spáni. Evrópskar skipasmíðastöðvar átta sig á þeim tækifærum sem gefast á IceFish til að vera með kynningar fyrir sjávarútvegsgeirann, bæði almennt við Norður-Atlantshafið og sérstaklega á íslenska markaðnum.”

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2020, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Birgir Þór Jósafatsson S: +354 896 2277 birgir@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is