„Icelandair Group hefur stutt okkur allt frá fyrstu Íslensku sjávarútvegssýningunni 1984 og það er okkur auðvitað mikið ánægjuefni að geta haldið áfram þessu langvarandi samstarfi við samsteypuna en innan hennar eru Icelandair, helsta flugfélag Íslands með afbragðsgott net áfangastaða til farþegaflutnings frá Íslandi til bæði Norður-Ameríku og Evrópu, og svo Icelandair Cargo fyrir vöruflutninga."
Hún bætti því við að sýningin haldi stöðugt áfram að eflast og stækka að umfangi og að allt benti til þess að sýning ársins 2017 yrði sú athyglisverðasta frá upphafi.
Icelandair á sér langa sögu sem helsta flugfélag Íslands og hjá því er í boði umfangsmikil þjónusta við farþega á rúmlega 30 áfangastöðum. Icelandair Cargo gegnir einnig mikilvægu hlutverki hjá íslenskum sjávarútvegi en fyrirtækið býður hraðflutninga á nýjum og ferskum fiski til Evrópu og Bandaríkjanna. Fiski er landað á Íslandi í dag en á morgun getur hann verið fram borinn fyrir neytendur í París eða Brussel, þökk sé sérsniðinni flutningaþjónustu Icelandair Cargo.
Það eflir enn frekar tengingu Icelandair við sjávarútveginn að Björgólfur Jóhannsson forstjóri er ekki alls ókunnugur útgerðarstarfsemi en hann á að baki árangursríkan feril hjá Útgerðarfélagi Akureyringa, Samherja og Síldarvinnslunni. Hann gegndi einnig starfi stjórnarformaður hinna áhrifaríku Landssamtaka Íslenska útvegsmanna (LÍÚ) frá 2003 til 2008 en þá hætti hann í því starfi til þess að taka við stöðu forstjóra Icelandair Group.