Hefðbundin aðferð við að halda fiski ferskum er að nota ís meðan fiskiskipið er enn á hafi. Ísvélin er þá jafnmikilvægur búnaður eins og vélin eða vindan. Ís er hins vegar fyrirferðarmikill og lítt meðfærilegur. Kar með botnfiski verður óhjákvæmilega 10-15% þyngra og fyrir tegundir á borð við karfa fer hlutfallið upp í 20%. Gríðarmikla orku og fjármuni þarf til að framleiða ís sem verður aftur að vatni eftir nokkra daga.
Hin aðferðin, sem Skaginn 3X hefur komið með, er með nákvæma kælingu og geymslu við fyrirfram ákveðið hitastig. Fiskurinn sjálfur er þar notaður sem kælimiðill.
Enginn ís er notaður og þessi aðferð hefur sannað sig síðan ofurkælikerfi var fyrst árið 2014 sett um borð í Málmey, togara Fisk Seafood, að því er Bylgja Pálsdóttir hjá Skaganum 3X fullyrðir.
Eftir Málmey komu togararnir Engey, Akurey og Viðey sem Brim (áður HB Grandi) gerir út, og einnig Drangey sem Fisk Seafood gerir út.
Ofurkæling tryggir að öll bragðgæði og næringarefni fisksins lokast inni eins hratt og hægt verður, og hámarka þannig ferskleika og gæði hráefnisins. Ferlið kemur líka í veg fyrir að stórir ískristallar myndast í flakinu sem getur dregið úr gæðunum.
„Kostir ofurkælingar eru ekki úr sögunni þegar togarinn leggst að bryggju til að landa,” sagði hún.
„Hún gefur sjávarútvegsfyrirtækjum tækifæri til að auka sveigjanleika og hagkvæmni í útflutningi því ísleysið hefur í för með sér að í hverjum farmi er hægt að vera með meira af fiski, auk þess sem ofurkæling lengir einnig hillulíf vörunnar. Það gerir mörgum sölukeðjum kleift að losa sig við dýra flugfrakt.”
Ofurkæling er meðal þeirra tækninýjunga sem Skaginn 3X kynnir af miklum krafti, bæði fyrir villtar veiðar og fyrir laxageirann. Kerfið er meðal þeirra tækninýjunga sem Skaginn 3X sýnir á Sjávarútvegssýningunni í ár.
„Ísland er heimavöllur okkar og Sjávarútvegssýningin er eini alþjóðlegi viðburðurinn af þessu tagi sem haldinn er hér á landi,” segir hún, og bætir því við að alltaf megi sjá nýjungar á henni vegna þess að hún er ekki haldin nema á þriggja ára fresti. „Þetta er mikilvægur viðburður fyrir Skagann 3X vegna þess að Sjávarútvegssýningin dregur ekki aðeins til sín fólk úr greininni frá Íslandi þessa þrjá daga sem hún stendur yfir, heldur kemur hingað líka töluverður fjöldi gesta frá löndunum við Norður-Atlantshafið og einnig lengra að, sem er einmitt það fólk sem við viljum sýna ofurkælitæknina okkar.”
Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2020, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.
Sölumenn á Íslandi: Birgir Þór Jósafatsson S: +354 896 2277 birgir@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is