Íslenskur sjávarútvegur í fararbroddi hvað nýtingu tækninýjunga varðar, allt frá leiðsögukerfum og fiskileit til veiðarfæra og búnaðar.
Útflutningur sjávarfangs árið 2013
Fiskveiðar í atvinnuskyni hafa undanfarin þrjú ár orðið stöðugt mikilvægari starfsgrein, ekki síst í framhaldi af efnahagskeppunni. Útflutningsverðmæti fisks og útvegstengdra afurða jókst um 99 milljarða króna og varð nær 272.5 milljarðar eða heil 44.6% af heildarverðmæti alls útflutnings.
Endurnýjun íslenska fiskveiðiflotans miðar vel áfram með áherslu á orkusparandi tækni, nýja kynslóð vinnslubúnaðar um borð og geymslu án íss. Uppsjávarveiðiflotinn hefur lokið við að endurnýja skipakost sinn en útgerðirnar Ísfélagið, Síldarvinnslan og HB Grandi hafa fengið ný veiðiskip í hendur.
Nú stendur yfir endurnýjun í flota botnveiðiskipa en nýju skipin á að afhenda í lok árs 2017. Samherji, FISK Seafood, HB Grandi, Rammi, Gunnvör og VSV fá öll í hendur ný veiðiskip, auk þess sem búist er við því að ný skip verði afhent dótturfyrirtækjum Samherja erlendis.
Heildarveiði íslenska flotans á árinu 2015 var 1.319 tonn en það er 243.000 tonnum meira en árið 2014. Heildarverðmæti afla varð 151 milljarður króna og jókst um 15% frá fyrra ári.
Útflutningur fiskmetis 2015
Ekki hefur dregið úr mikilvægi sjávarútvegs og útflutningsverðmæti fisks og fiskafurða varð 267 milljarðar króna eða alls 42,3% heildarútflutnings Íslands.
Milljarðar króna | Hundraðstala | |
Heildarafli | 267 | 42,3% |
Til meginlands Evrópu | 198 | 75,0% |
Mikilvægustu viðskiptalöndin | |
Bretland - 48 Spánn - 23 Frakkland - 23 Noregur - 20 Bandaríkin - 18 Þýskaland - 17 Nígería - 13 Holland - 11 Rússland - 10 Japan - 9 Samantekt á ensku Á árinu 2015 voru fluttar út sjávarafurðir fyrir nær 267 milljarða íslenskra króna sem var samdráttur um 6% miðað við fyrra ár en vegna styrkingar íslensku krónunnar sýnir þessi upphæð heildarupphæð útflutnings og breytinga á vörubirgðum. Heildarútflutningur ársins 2015 var 632.000 tonn Frystar afurðir skiluðu helmingi alls verðmætis fyrir sölu sjávarafurða. Af einstökum útflutningsflokkum skilaði frystur þorskur mestu eða 35,6 millörðum króna og verðmæti ísaðs þorsks varð í öðru sæti eða 34,4 milljarðar króna. Um 75% íslenskra sjávarafurða fóru til Evrópulanda, 8,6% til Asíu og 8% til Norður-Ameríku. (Hagstofa Íslands) |