Íslensku sjávarútvegsverðlaunin verða afhent í fimmta sinn sama kvöld og sýningin er opnuð. Athöfnin fer fram í listasafninu glæsilega, Gerðarsafni, en verðlaunin voru fyrst veitt árið 1999 til þess að heiðra afburði og vekja athygli á því besta á sviði fiskveiða, bæði á Íslandi og alþjóðlega.
Verðlaun eru veitt í eftirfarandi flokkum:
Framúrskarandi íslenskur skipstjóri
Framúrskarandi íslensk útgerð
Framúrskarandi íslensk fiskvinnsla
Framúrskarandi framlag til íslensks sjávarútvegs
Framúrskarandi íslenskur framleiðandi - veiðar, minni fyrirtæki
Framúrskarandi íslenskur framleiðandi - veiðar, stærri fyrirtæki
Framúrskarandi íslenskur framleiðandi – fiskvinnslutæki/fiskmeðhöndlun, minni fyrirtæki
Framúrskarandi íslenskur framleiðandi – fiskvinnslutæki/fiskmeðhöndlun, stærri fyrirtæki
Framúrskarandi erlendur framleiðandi - veiðar, minni fyrirtæki
Framúrskarandi erlendur framleiðandi - veiðar, stærri fyrirtæki
Framúrskarandi erlendur framleiðandi – fiskvinnslutæki/fiskmeðhöndlun, minni fyrirtæki
Framúrskarandi erlendur framleiðandi - fiskvinnslutæki/fiskmeðhöndlun, stærri fyrirtæki
Framúrskarandi framleiðandi í heildina séð