Íslensku sjávarútvegsverðlaunin eru afhent við hátíðlega athöfn að afloknum fyrsta sýningardegi en gestgjafar þar eru atvinnuvegaráðuneytið, sem sjávarútvegur fellur undir, og bæjarstjórn Kópavogs.
Listinn yfir þau fyrirtæki og einstaklinga sem hlotið hafa Íslensku sjávarútvegsverðlaunin er bæði langur og fjölbreyttur og nær til bæði gamalreyndra fyrirtækja í greininni og byrjenda sem heiðraðir eru fyrir nýskapandi starfsemi.
„Sjávarútvegsverðlaunin eru einn af lykilþáttum hverrar sýningar. Þau fyrirtæki og einstaklingar sem hljóta þau fá undantekningarlaust mikla athygli, bæði hjá íslenskum og alþjóðlegum fjölmiðlum. Ekki síst er beðið með eftirvæntingu tilkynninga um nýsköpunarverðlaun, framúrskarandi íslenskan skipstjóra og sjávarútvegsfyrirtæki,” sagði sýningarstjóri Mercator Media, Marianne Rasmussen-Coulling.
„Öll fyrirtæki eiga möguleika á að hljóta verðlaun, alveg burtséð frá stærð. Viðmiðið er einfaldlega það að um sé að ræða snjalla lausn á sviði vöru eða þjónustu sem iðngreinin hefur þörf fyrir. Ef sýnandi á Íslensku sjávarútvegssýningunni hefur upp á eitthvað nýtt og athyglisvert að bjóða sem sjávarútvegurinn þarf að vita að fáanlegt sé, eða ef einhver hefur áhuga á að tilnefna annað fyrirtæki, er viðkomandi hvattur til að fylla út eyðublað um tilnefningu á netinu og koma því á framfæri við dómnefndina.”
Lokafrestur til að skila inn tilnefningum er 31. júlí nk., svo það er engin ástæða til að slá því á frest!
Hægt er að nálgast eyðublað um tilnefningar á slóðinni: http://www.icefish.is/is/icelandic-fisheries-awards/icelandic-fisheries-awards-2017