Rock Trawl Doors er í fararbroddi fyrirtækja sem selja fiskveiðifyrirtækjum toghlera. Fyrirtækið er starfrækt í Færeyjum en selur framleiðslu sína til viðskiptavina um heim allan.  

Rock Trawl Doors toghlerarnir stuðla að betri nýtingu eldsneytis miðað við botntoghlera og trollið sjálft hefur orðið betra með nýrri hönnun, bæði hvað varðar afköst og öryggi, auk þess sem aukabúnaður af ýmsu tagi endist lengur. Kynnið ykkur hvernig Rock Trawl Doors toghlerarnir geta skilað auknum arði af fjárfestingunni og heimsækið sýningarbás F50.  

Á Íslensku sjávarútvegssýningunni má einnig sjá vörusýningu frá KJ-Hydraulik Ltd (KJ). KJ hefur náð miklum árangri í sölu og viðgerðarþjónustu alhliða íhluta fyrir fiskveiðar og fyrirtækið leggur áherslu á að uppfylla ýtrustu kröfur bæði skipa- og fiskvinnslufyrirtækja og fiskeldisstöðva.  

KJ er með sérhæfða deild sem einungis snýst um þarfir sjóflutninga- og fiskeldisfyrirtækja og býður ráðgjöf og þjónustu með alhliða framboð tæknilegra íhluta, allt frá smæstu róm til allra hreyfanegra hluta sem finna má í skipi.  Heimsækið KJ á Íslensku sjávarútvegssýningunni í sýningarbási F56.  

JT-ELECTRIC (Faroe Islands) Býður neðansjávarmyndavélar en þær eru mjög hagkvæm verkfæri sem auðvelda viðskiptavinum að bæta afköst veiðarfæra sinna og draga úr óæskilegum hliðarafla. Kynntu þér í myndbandinu hvernig hægt er að auka afla fiskiskips um 30%

eða líttu inn hjá fulltrúum fyrirtækisins í sýningarbási F45 á Íslensku sjávarútvegssýningunni.

VONIN hannar og framleiðir veiðarfæri í fremstu röð en sérhæfir sig þó einkum í uppsjávartrollum, herpinótum, miðsjávartrollum og sterkbyggðum veiðarfærabúnaði fyrir botnfisk og rækjuveiðar ásamt krabbagildrum og sérhæfðum búnaði til þess að sía burt hliðarafla óæskilegra tegunda.   

Vónin leggur mikið af mörkum til fiskveiða en kom líka við sögu þegar í upphafi fiskeldis í Færeyjum á níunda áratug síðustu aldar og hefur síðan þá boðið upp á öflugar flotkvíar af ýmsu tagi, landfestubúnað, plastkvíar og netþvottakerfi.  

Vónin er eftirsóttur birgir á heimsvísu og rekur fjóra þjónustustaði á ströndum Grænlands í samstarfi við dótturfyrirtæki sitt Qalut Vónin en Vónin Canada er með helstu birgjum í Kanada frá aðalstöðvum sínum á Nýfundnalandi. Vónin rekur tvö útibú í Danmörku undir heitinu Strandby Net og norska fyrirtækið Refa rekur fjórar starfstöðvar. Heimsækið Vónin í sýningarbási F45 á Íslensku sjávarútvegssýningunni og fylgist einnig með teymi þess á Íslensku sjávarútvegsverðlaununum 2014 þar sem fyrirtækið kostar verðlaun til framúrskarandi skipstjóra.

Kaelismidjan Frost Ehf á einnig hagsmuna í Færeyjum en það á 30% hlut í færeyska fyrirtækinu P/F Frost.   

Kælismiðjan Frost ehf er í allra fremstu röð íslenskra fyrirtækja sem smíða og þjónusta sérhæfð kælikerfi og hefur verið það síðan 1993. Frost er nú í fremstu röð í Evrópu hvað varðar kælilausnir fyrir iðnfyrirtæki með orkusparandi og umhverfisvænum lausnum.  

Frost hefur hannað og sett upp og þjónustar kælikerfi fyrir flest stærri fiskvinnslufyrirtæki Íslands en einnig fyrir ísverksmiðjur, rækjuverksmiðjur og fiskiskip, þar með taldir bæði verksmiðjutogarar og uppsjávarfiskiskip. Frost hefur á undanförnum árum lagt æ meiri áherslu á starfsemi sína erlendis og vinnur að verkefnum í Kína, Suður-Ameríku, Póllandi, Rússlandi, Afríku, Noregi, Danmörku og Færeyjum. Kynntu þér betur starfsemi og vörur Frosts í sýningarbási H30.

Algjör bylting varð í trollveiðum þegar Helgi Larsen sló í gegn með nýjum straumlínulaga og sérhönnuðum toghlerum sem á ensku voru kallaðir INJECTOR DOOR. Þessi tegund toghlera
(Injector Doors) eru nú almennt álitnir vera háþróuðustu toghlerar í heimi en þeir hafa umbylt trollveiðum með framsækinni nýsköpun og nýjustu tækni. Þetta hefur aukið að mun afköst togara, bæði hvað varðar skilvirkni við veiðar og nýtingu eldsneytis, umhverfisvernd og skilvirkni í rekstri. Hér má sjá myndbandið og svo er hægt að afla sér nánari upplýsinga í sýningarbási F45.


Íslenska sjávarútvegssýningin 2014 Icelandic Fisheries Exhibition 2014 er miklu meira en bara sýning, þar er boðið upp á ráðstefnu Conference, Sjöttu íslensku sjávarútvegsverðlaunin 6th Icelandic Fisheries Awards og sendinefndir sérstaklega boðinna gesta, auk þess sem verksmiðjur verða heimsóttar í september.
- Nánari upplýsingar má finna á: http://www.icefish.is/news101/spotlight-on-the-faroe-islands-pavilion-at-icefish#sthash.W8a9fahM.dpuf