Í ár sýnir Morgère á sínum fasta stað á IceFish ásamt félögum sínum frá Ísfelli í sýningarbási D20 og kynnir Exocet-toghlerana sem hafa skilað afbragðsgóðum árangri á öllum markaðssvæðum fyrirtækisins, auk þess sem kynning verður á nýju Osprey miðsjávartoghlerunum.
„Exocet-toghlerarnir hafa sannað gildi sitt,” sagði François Charrayre hjá Morgère. Þeir skila mjög góðum árangri við botnfiskveiðar og eru í notkun um heim allan. Svo kynnum við einnig Osprey-toghlerana sem eru hannaðir til miðsjávarveiða eða niður undir botn. Þeir hafa skilað mjög góðum árangri í veiðum nokkurra franskra togara og við stefnum að því að setja þá á markað í fleiri löndum.“
Hann sagði IceFish vera mikilvægustu sýninguna sem Morgère tæki þátt í og að fyrirtækið hefði verið þar með vörur sínar í fjöldamörg ár.
„Sýningin er mikilvæg því þangað koma sjómenn víða að til að kynna sér nýjar vörur“, sagði hann.
„Við gerum okkur fulla grein fyrir því að skipstjórar hafa áhuga á nýjum vörum á borð viði toghlera sem geta dregið úr notkun eldsneytis, sparað þeim fé og aukið afla. IceFish er fínn vettvangur til að hittast og ræða málin við bæði núverandi viðskiptavini og þá sem hyggjast eiga við okkur viðskipti.“