Marianne Rasmussen-Coulling, viðburðastjóri Mercator Media Ltd., útskýrir forsendur þessarar ákvörðunar: „Í ljósi takmarkana á ferðalög á heimsvísu og þeirra áhrifa sem kröfur um fjarlægðartakmarkanir munu hafa á sýningarhald, hefur skipulagsteymið hjá Mercator Media að undanförnu skoðað aðra valkosti og kannað viðhorf sýnenda. Þessu til viðbótar ríkir óvissa um hvort yfirvöld grípi til frekari aðgerða og takmarkana, bæði á Íslandi og annars staðar í heiminum. Öll vildum við gjarnan að ástandið væri annað, en í ljósi kringumstæðna teljum við að besti kosturinn fyrir sýnendur og gesti sé að fresta sýningunni til 2021.”
„Icefish er sýning þar sem fólk mætist í návígi til að ræða nýjar hugmyndir og lausnir á sviði atvinnuveiða, fiskvinnslu, sjávarrétta og virðisaukandi reksturs og umsýslu í sjávarútvegi. Það er lykilatriði fyrir gesti og sýnendur að geta styrkt tengsl við eldri viðskiptavini og skapa tengsl við nýja viðskiptavini í eigin persónu. Flest bendir til að það sem eftir lifir árs 2020 verði sýnendur og gestir tregari til að mæta, þeir hafa þungar áhyggjur af ferðalögum og óttast jafnvel að tefla öryggi sínu í tvísýnu. Þó svo að margir viðskiptavinir okkar treysti á Icefish í rekstri sínum erum við mjög meðvituð um þau úrræði og tímalega skuldbindingar sem þessu tengjast og viljum ekki að niðurstaðan verði málamiðlun sem engum hugnast fyllilega.”
Þegar litið er til framhaldsins hefur Marianne þetta að segja: „Við erum svo lánsöm að hafa tímaritið World Fishing and Aquaculture á okkar vegum til að vera í stöðugum tengslum við inntak og nýjustu þróun í sjávarútvegi. Við erum einnig að gera endurbætur á fréttaþjónustunni sem við bjóðum sýnendum allt árið um kring, ásamt tvítyngdu raf-fréttum sýningarinnar og vefsíðu, til að sýnendum og gestum sé tryggð hámarks gagnsemi af sambandi sínu við sýningu sem hefur fyrir löngu fest sig örugglega í sessi.”
Marianne bætir ennfremur við: „Sýnendur, fulltrúar og gestir heimsækja Icefish aftur og aftur, og við gerum okkur grein fyrir að margir verða fyrir vonbrigðum með að geta ekki sýnt á og heimsótt sýninguna sem áformuð var 2020. Allir í Icefish-teyminu harma það einnig að geta ekki hitt sýnendur og gesti í eigin persónu á Icefish á þessu ári. Okkur þykir miður að þurfa að taka þessa ákvörðun, en við teljum að þessi niðurstaða sé besti valkosturinn andspænis afleiðingum Covid-19. Við hlökkum til ársins 2021.”
Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2021, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.
Sölumenn á Íslandi: Birgir Þór Jósafatsson S: +354 896 2277 birgir@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is