Leif Andersen, yfirmaður sjávarfangsdeildar Intech, og Arnt Inge Kvalsund, eigandi norska fjölskyldufyrirtækisins Nybonia Marine, undirrituðu í dag samning um kaup þess síðarnefnda á vinnslulínu fyrir uppsjávarskip Nybonia Marine, sem nú er verið að breyta til að það geti stundað þorskveiðar í Norðursjó.
Leif og Arnt höfðu fyrst rætt málin í ársbyrjun en fátt hafði gerst síðan þá uns þeir hittust á Íslensku sjávarútvegssýningunni. Hvorugur hafði vitað að hinn væri að sýna á IceFish en þegar þeir hittust á nýjan leik var ekki eftir neinu að bíða og Arnt greiddi rúmlega 40 milljónir króna inn á pöntun á vinnslulínunni.
30% af verkefnum Intech eru helguð endursmíði og 70% nýsmíði. Fyrirtækið býður viðskiptavinum sínum upp á þjónustu alla sólarhringinn. Á IceFish sýnir fyrirtækið meðal annars nýja pökkunarlínu, rækjuvinnslulínu og sjálfvirka rækjuniðursuðuvél.