Markmið Íslenska sjávarklasans er að auka verðmæti finna ný tækifæri með því að tengja saman frumkvöðla, fyrirtæki og þekkingu í sjávarútvegi. Hús sjávarklasans er nýsköpunarmiðstöð og frumkvöðlasetur fyrir fyrirtæki sem nýta hafið sem auðlind fyrir vörur sínar, þjónustu og hugmyndir. 70 fyrirtæki hafa nú aðstöðu í Húsi sjávarklasans.
„Á heimsvísu losar sjávarútvegurinn nærri tíu milljón tonn af góðum fiski aftur út í hafið eða notar hann í landfyllingu,“ sagði Þór.
„Ráðstefnan Fish Waste for Profit er tækifæri fyrir okkur öll til að ræða vandamálið með því að kalla saman fólk með beina reynslu af vinnslu aukaafurða úr fiski. Á Íslandi er verið að þróa úr fiski nýskupunarvörur í heilbrigðis-, lyfja- og jafnvel tískugeiranum. Þar liggur tækifæri okkar: Íslendingar hafa einbeitt sér að þvi að skapa aukin verðmæti úr hverjum fiski. Árangurinn blasir við. Við erum að nota stærri hluta af hverjum hvítfiski en öll önnur þróuð lönd sem við berum okkur saman við. Fiskur er ekki bara flakið. Við erum að nýta roðið í heilsuvörur, lifrin fer í omega og lyf, haus og bein eru notuð – svo til ekkert er eftir í landfyllingar.“
Hann nefndi að vísindamenn telji að ofveiði, ósjálfbær sjávareldisbúskapur, mengun hafsins og súrnun hafi í för með sér að hætta verði á að í framtíðinni verði sjávarfang af skornum skammti í heiminum.
„Ég er algerlega sannfærður um að við getum nýtt og flutt út til annarra landa reynslu okkar og klasafyrirkomulagið til að hvetja til samstarfs og frumkvöðlastarfsemi í greininni. Nú er það undir öðrum hlutum heimsins að gera sér í hugarlund, og byggja síðan upp, heim þar sem virðisaukinn kemur úr 100 prósent fullnýtingu.“
Eftir að Þór Sigfússon lauk MS-gráðu í hagfræði árið 1993 gerðist hann í janúar 1994 sérlegur ráðgjafi fjármálaráðherra Íslands og kom síðan á starfsferli sínum við hjá Norræna fjárfestingabankanum, Viðskiptaráði Íslands og Sjóvá, áður en hann skráði sig í doktorsnám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands.
Rannsóknir hans beindust að því að skoða hvernig athafnafólk notar tengslanet sitt í alþjóðavæðingu, og varð þetta til þess að vekja athygli hans á því hve mjög skorti upp á að fyrirtæki og athafnamenn í sjávarútvegi séu í innbyrðis tengslum. Hann tók að vinna að myndun tengslanets til að auka samskiptin milli tæknifyrirtækja í sjávarútvegi og setti á stofn Íslenska sjávarklasann árið 2011.
Síðan þá hefur hann helgað tíma sinn fyrirlestrahaldi í Evrópu og Bandaríkjunum, þar sem hann fjallar um þau tækifæri sem felast í því að mynda tengslanet í sjávarútvegi. Árið 2015 stofnaði hann systurklasa á Nýja-Englandi til að ýta undir nýjar hugmyndir í sjávariðnaði. Hann hefur einnig sem meðstofnandi tekið virkan þátt í að setja Codland á laggirnar.
Codland spratt upp úr samstarfi líftæknifyrirtækis og útvegsfyrirtækja sem einsettu sér að fullvinna aukaafurðir úr þorski. Klasinn hafði einnig frumkvæði að stofnun samstarfsverkefnis sjávarklasa á Norður-Atlantshafi, North Atlantic Marine Cluster Project, sem vinnur að því að efla tengslin milli sjávariðngreina á Norður-Atlantshafinu. Árið 2013 stofnaði Þór Collagen, sem hefur það markmið að nýta fiskroð til að framleiða sjávarkollagen. Árið 2016 tók hann þátt í að stofna hann Hlemmur Mathöll, Granda Mathöll og Reykjavík Foods.
Ráðstefnan Fish Waste for Profit 2019 er þriðja ráðstefnan af þessu tagi á vegum Íslensku sjávarútvegssýningarinnar. Hún verður í fyrsta sinn haldin utan Íslensku sjávarútvegssýningarinnar dagana 10. og 11. apríl 2019.
Frekari upplýsingar um sýningaraðstöðu, fjármögnunarmöguleika og skráningu á 2020 IceFish má finna á www.icefish.is/is
Sími: +44 1329 825 335
Tölvupóstur: icefish@icefish.is