Um er að ræða skipin Barða og Gullver, sem Síldarvinnslan gerir sjálf út, og Vestmannaey og Bergey sem dótturfyrirtækið Bergur-Huginn gerir út.
Barði var smíðaður árið 1989, Gullver er enn eldra skip frá árinu 1983 en Vestmannaey og Bergey voru smíðuð fyrir Berg-Hugin árið 2007.
Við höfum þegar hafið undirbúning að því að fá ný skip til botnveiða, segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Gunnþór B. Ingvason.
„Bjartur var seldur til Íran í fyrra og nú er verið að semja um sölu á Barða til Rússlands í tengslum við endurnýjunina. Blængur, sem áður hét Freri, hefur verið mikið endurnýjaður sem fjölhæft verksmiðjuskip og var tekinn í notkun fyrr á þessu ári,” sagði hann.
„Salan á Barða þýðir að eyða myndast áður en nýtt skip kemur svo við bjóðum áhöfninni pláss á öðrum skipum eða störf í landi. Það er stór ákvörðun að hefjast handa um endurnýjun og stefnan til framtíðar er skýr, við ætlum okkur að vera í fremstu röð hvað rekstur, veiðar og starfsskilyrði áhafnar áhrærir. Þetta er metnaðarfull áætlun sem felur í sér stór skref til framtíðar litið,” sagði Gunnþór að lokum.