Íslenska sjávarútvegssýningin leggur áherslu á að stuðla að viðskiptum bæði í Bretlandi og á alþjóðavísu og því er henni heiður að tilkynna að UK Trade and Investment (UKTI) kostar verðlaun fyrir Bestu nýja vöru sem kynnt er á sýningunni og Besta sjálfstæða sýningarbásinn upp að 50m2.
UKTI starfar með breskum fyrirtækjum að því að tryggja framgang þeirra á alþjóðlegum mörkuðum með útflutningi, jafnframt því að hvetja erlend fyrirtæki og styðja til þess að horfa til Bretlands þegar stefnt er að rekstri eða auknu umfangi hans.
Fagfólk, bæði í Bretlandi og um heim allan, aðstoðar breskum fyrirtæki við að nýta sem best möguleika sína erlendis með útflutningi, auk þess sem litlum og meðalstórum fyrirtækjum er veittur stuðningur, óski þau eftir því að flytja vörur sínar út.
Nánari upplýsingar um UKTI má finna á netsíðum kostenda verðlaunanna, Award Sponsors page.