Skipuleggjendur Icefish leggja sig fram um að efla stöðugt sýninguna og styrkja hana en þeir endurfjárfesta einnig í íslenskum sjávarútvegi og námssjóður Icefish er afbragðsgott dæmi um það.

Styrkir úr námssjóðnum eru ætlaðir þeim sem hafa mikinn metnað til þess að afla sér frekari menntunar á sviði sjávarútvegs. Á þessu ári verður stofnuð nefnd með fulltrúum helstu samtaka í íslenskum sjávarútvegi til þess að ákveða þau viðmið sem gilda eiga um val á styrkþegum. Nánari upplýsingar verða gefnar innan skamms, bæði hér á vefsetrinu og í íslenskum fjölmiðlum og félagsmiðlum, þ.m.t. Twitter og LinkedIn.

Auk úthlutunar úr námssjóði Icefish verða Íslensku sjávarútvegsverðlaunin einnig veitt í sjöunda sinn á árinu 2017. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1999 fyrir afburða árangur í bæði íslenskum og alþjóðlegum sjávarútvegi og virðing þeirra hefur sífellt aukist síðan þá. Samkeppnin um verðlaunin er hörð og sigurvegararnir nýta þessa miklu viðurkenningu óspart til þess að auglýsa bæði fyrirtæki sitt og vörur.

Það þykir heiður að mega kosta þessi virtu verðlaun og á árinu 2017 gefst nokkrum nýjum aðilum tækifæri til þess að leggja sitt af mörkum en það er úrvals tækifæri til þess að kynna vörumerki sitt, bæði á undirbúningstímanum og kvöldið sem verðlaunaathöfnin er haldin. Nánari upplýsingar um kostun Íslensku sjávarútvegsverðlaunanna 2017 og skráningu í verðlaunasamkeppnina veitir sýningarstjórnin í síma +44 1329 825335 eða í netfanginu icefish@icefish.is