Fyrirtækið hefur verið í hópi helstu birgja rússneska flotans síðan það hóf framleiðslu veiðarfæra og hefur flutt út togvörpur um heim allan til veiða á uppsjávarfiski, allt frá Suður-Kyrrahafi til Norður-Atlantshafs. Fyrirtækið náði hins vegar fyrir alvöru fótfestu á norrænum markaði með togvörpu sem eitt uppsjávarveiðiskipa Samherja keypti.
Veiðarfæri frá FS hafa síðan þá orðið stöðugt útbreiddari og fyrirtækið hefur stofnað til samstarfs við íslensku veiðarfæraþjónustuna Ísfell sem hefur höfuðstöðvar sínar í Hafnarfirði og netaverkstæði víða um land.
„Við erum mjög ánægð með samstarfið við Ísfell, samstarfsaðila okkar á sviði sölu- og þjónustu á Íslandi,“ sagði sölustjóri FS, Dimitry Fedorov.
„Skipstjórar vilja gjarnan nota vörpurnar okkar og margir þeirra versla við okkur aftur og aftur. Við höfum eignast marga ánægða viðskiptavini á Íslandi síðan við seldum fyrstu vörpuna þangað árið 2009.“
Hann sagði Norðurlönd verða sífellt mikilvægara markaðssvæði fyrir þjónustu FS og að þess vegna yrði fyrirtækið fyrirferðarmikið á Íslensku sjávarútvegssýningunni 2017.
„Við erum stolt af því að vera eini veiðarfærasalinn utan Norðurlanda sem nær góðum árangri á mörkuðum þar sem gerðar eru jafn miklar kröfur um gæði og skilvirkni og á Íslandi og í Færeyjum,“ bætti hann við.
„Við hlökkum til Íslensku sjávarútvegssýningarinnar og að hitta viðskiptavini okkar í sýningarbási Ísfells, D20,“ sagði Dimitry að lokum.