„Sjávarútvegssýningin IceFish hefur náð að festa sig í sessi, á sér djúpar rætur og er orðin þekkt á alþjóðavettvangi,“ segir hann. „Hana sækja ólíkir hópar, bæði gestir frá nágrannaríkjum Íslands, Noregi, Færeyjum og Grænlandi, ásamt fólki úr greininni heima fyrir. Þetta er sýning sem fyrirtækin leggja metnað í og þetta er sýning sem við myndum aldrei láta okkur detta í hug að taka ekki þátt í.“
Ísland hefur lengi verið helsti markaðurinn fyrir rafeindafyrirtækið Scanmar, sem er með útibú á Íslandi sem Þórir Matthíasson stýrir frá verkstæðum í Garðabæ.
„Scanmar gengur vel, en Scanmar Iceland er aðeins partur af heildinni,“ segir hann.
Miklar breytingar hafa orðið á markaðnum á Íslandi, stór hluti skipaflotans hefur verið endurnýjaður og hagræðing orðið með fækkun skipa.
„Þetta er hátæknifloti orðinn sem afkastar miklu,“ sagði hann. „Það hafa orðið miklar breytingar og sér ekki fyrir endann á þeim. Þótt eldri skip séu enn í flotanum þá hefur orðið mikil endurnýjun, og enn er verið að endurnýja, jafnt stór sem smá skip, þar á meðal tvö ný uppsjávarskip smíðuð í Danmörku fyrir Samherja og Síldarvinnsluna.“
Auk Sólbergsins, verksmiðjutogara Ramma, eins af viðskiptavinum Scanmars til lengri tíma, þá hefur endurnýjunin orðið í ferskfisktogurum vegan þess að áherslan er í auknum mæli á vinnslu í landi.
„Breytingarnar koma alltaf í bylgjum,“ segir Þórir. „Breytingarnar sem við sjáum núna eru þær að skipstjórar vilja alltaf meiri og meiri upplýsingar, og þeir vilja meiri nákvæmni – og það er nákvæmlega það sem Scanmar er að bregðast við.“
Hann nefndi að Scanmar hefur alltaf lagt alla áherslu á gæði og áreiðanleika – og býður fimm ára ábyrgð með skynjurum sínum, enda þótt margir þeirra séu í notkun löngu eftir að ábyrgðin rennur út.
„Í síðustu viku var komið með einn til okkar sem er 29 ára gamall, og í fínu lagi,“ sagði hann. „Þetta er skynjari á trollpoka og þeir koma til okkar á nokkurra ára fresti til að skipa um rafhlöður. Þannig að við skiptum um rafhlöðuna og fórum yfir búnaðinn, og reiknum með að sjá hann aftur eftir nokkur ár.“
Ísland hefur lengi verið helsti markaðurinn fyrir rafeindafyrirtækið Scanmar. Þórir Matthíasson hjá Scanmar Iceland með 29 ára gamlan skynjara sem er eins og nýr.
Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2020, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.
Sölumenn á Íslandi: Birgir Þór Jósafatsson S: +354 896 2277 birgir@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is