Hugmyndafræðin um 100% fisk mun vaxa enn frekar með góðum samstarfsaðilum og möguleikanum á að þróa mjög skýrar viðskiptaáætlanir, sagði Alexandra Leeper, framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans á fimmtu Fish Waste for Profit-ráðstefnunni sem hófst í dag. Hún segir að með slíkum forsendum sé ekki aðeins hægt að leysa brýnar og flóknar áskoranir á þessu sviði, heldur ennig skapa verulegar tekjur fyrir þau fyrirtæki sem eru virkir þátttakendur.

„Það er ákaflega mikilvægt að skoða slíka samstarfsmöguleika frá alþjóðlegu sjónarhorni, nú um stundir fremur en nokkru sinni fyrr, því þetta eru áskoranir sem allur heimurinn stendur frammi fyrir. Alltof mikið verðmætatap og sóun á sjávarafurðum á sér stað í gegnum alla virðiskeðjuna,“ segir Alexandra.

Á ráðstefnunni í dag vitnaði Alexandra í nýlega skýrslu Alþjóða efnahagsráðsins (WEF), þar sem fullyrt er að nær 24 milljónir tonna af hugsanlega ætum sjávarafurðum tapist árlega úr virðiskeðjunni í sjávarútvegi. Stórum hluta þessa magns er fargað á vinnslustigi við afskurð.

„Við erum öll að tapa mestu verðmætunum á þessu vinnslustigi, hvar sem er í heiminum. Það þýðir að það er felast ómæld tækifæri í að kljást við þessar áskoranir á heimsvísu. Við þurfum að kanna til hlítar þær leiðir sem eru í boði til að draga úr þessari sóun og vera samtaka í stefnunni átt að 100% nýtingu sjávarfangs.“

 

Alexandra Leeper

Iceland Ocean Cluster Managing Director – International, Alexandra Leeper