Frá veiðimiðum að matarborði

– Wisefish býður upp á háþróaða lausn til að stýra aðfangakeðjunni í sjávarútvegi

Rekjanleiki er lykilþáttur þess að tryggja sjálfbærni á öllum stigum virðiskeðjunnar í sjávarútvegi. Hugbúnaðarfyrirtækið Wisefish, systurfyrirtæki Wise á Íslandi, býður upp á háþróaða hugbúnaðarlausn, sem mörg helstu sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi hafa nú þegar tekið í notkun. Með hugbúnaðinum er unnt að stýra framleiðslunni frá upphafi, þar á meðal vinnslu, sölu og dreifingu sjávarafurða. Hugbúnaður Wisefish hefur einnig náð fótfestu á erlendum mörkuðum.

Nýtur stuðnings íslenska sjávarútvegsins

Fyrirtækið hefur vaxið hratt og þakkar velgengni sína og stöðuga framþróun hugbúnaðarins öflugum stuðningi íslensks sjávarútvegs, sem hefur um langt skeið sýnt í verki áhuga sinn á nýsköpun og nýjum tæknilausnum. Mörg fyrirtæki leitast við með virkum hætti að innleiða slíka nýsköpun við gerð viðskiptaáætlana sinna.

Að undanförnu hefur Wisefish greint auknar kröfur frá bæði aðfangakeðjum erlendra fyrirtækja og neytendum, um upplýsingar um það hvar og hvenær fiskurinn var veiddur, hverjir veiddu hann og hver leið hans hefur verið allt frá veiðimiðunum á matarborðið. Wisefish á nú í viðræðum við hugsanlega samstarfsaðila í sjávarútvegi á nokkrum lykilmörkuðum, bæði í þeim tilgangi að nýta vaxtarmöguleika samfara þessum auknu kröfum, ásamt því að styðja við núverandi viðskiptavini.

Sérsniðinn að hverju einasta fyrirtæki

„Skýjalausnin okkar, hugbúnaður sem kortleggur leið vörunnar frá fiskimiðum á matardiskinn, hefur verið þróuð sérstaklega til að auka skilvirkni í sjávarútvegi, til að veita fyrirtækjum dýrmæta innsýn í kostnaðarliði og gera þeim kleift að ákvarða og draga úr umhverfisáhrifum framleiðslunnar,” segir Ingvar Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Wisefish. „Hugbúnaðurinn er sérsniðinn að hverju einstaka fyrirtæki og með honum geta notendur tekið miklu upplýstari ákvarðanir en áður, tengt saman kostnaðarliði og náð hagræðingu í ölum ferlum, samtímis því að geta leyst hugsanleg vandamál.”

Þessi skýjalausn Wisefish byggir á hinu öfluga kerfi, Microsoft Dynamics Business Central ERP, og býður upp á að hægt sé að rekja stöðu vörunnar með skjótum hætti, fram og til baka. Slík tenging við virðiskeðjuna þýðir t.d. að þegar vinnslustöð fær hráefnisfarm frá fiskiskipi eða fiskeldisstöð og hann fer inn í framleiðsluferlið, er hægt að fá að vita allt um viðkomandi farm og gera viðeigandi útreikninga. Allt frá uppruna farmsins til seinasta stigsins þar sem neytandinn kaupir fullunna vöru.

Eykur sjálfbærni og arðsemi

Þetta skapar styrkan viðskiptavettvang þar sem sjávarútvegsfyrirtæki geta stýrt starfsemi sinni á sjálfbærarari og arðbærari hátt, auk þess að draga verulega úr sóun í allri aðfangakeðjunni. Lausn Wisefish getur einnig stutt við fyrirtæki sem vilja þróa betur hið svokallaða „græna bókhald,” þar sem tekið er tillit til margvíslegs umhverfiskostnaðar við útreikninga á rekstrarafkomu.

Annar höfuðkostur hugbúnaðarlausnar Wisefish, sem aðgreinir hana frá þeim verkfærum sem samkeppnisaðilar bjóða, er viðskiptaþáttur hennar. Sú hlið lausnarinnar var upphaflega hönnuð fyrir stærstu fiskframleðendur hérlendis, sem flytja út gámafisk í miklu magni, en gagnast nú miklu fleiri notendum, þar á meðal birgjum, smásölum og dreifingaraðilum.

 „Rekjanleiki er höfuðatriði í hverju viðskiptaferli. Það er hægt að rekja hráefni frá upphafi til afhendingar, og einnig hægt að rekja feril framleiðsluvörunnar að uppruna sínum,” segir Ingvar.

Rakningarkerfi Wisefish er yfirleitt lokaskrefið fyrir flesta núverandi viðskiptavini fyrirtækisins. Auk þess að vera miðlægt fyrir afgreiðslu vörugeymsla og gerð tollskjala, þar á meðal upprunavottorð aflans, getur kerfið einnig skráð þekkt gildi koltvísýringslosunar frá flutningunum eða reiknað út áætluð gildi.

Einnig er hægt að skrá flutningskostnað og tengja hann við hverja sölu fyrir sig. Þar að auki er það á þessu stigi málsins sem hugbúnaðarlausnin gefur hverri sendingu sérstakt rakningarnúmer, sem gerir kleift að rekja vöruna frá upphafi framleiðsluferilsins til enda, og aftur til baka. Wisefish er um þessar mundir að þróa lausn sem felst í að með því að skanna QR-kóða getur notandinn séð hvert einasta skref á leið sjávarfangs.

„Frábært og framsækið verkfæri”

Hagnýtt notagildi hugbúnaðarins á rætur að rekja til þeirra miklu tengsla sem starfsfólk Wisefish hefur við sjávarútveginn. Raunar hafa flestir starfsmenn fyrirtækisins annað hvort unnið í sjávarútvegi eða eiga ættingja sem starfa í þeim geira.

Hugbúnaðarlausn Wisefish þróast einnig í takti við hagkerfi sjávarútvegsins. Nýjustu viðbæturnar við lausnina nýta sér gervigreind og Power BI-viðskiptargreind, sem auðveldar til muna söfnun gagna og upplýsingagjöf. Þetta gerir kleift að fá nýrri og nákvæmari upplýsingar úr kerfinu og greina þær hraðar en áður.

„Þetta er frábært og framsækið verkfæri, hvort sem er fyrir stjórnendur eða teymið sem vinnur á verksmiðjugólfinu. Þau geta tekið betri og upplýstari ákvarðanir um hámarksnýtingu vörunnar sem um ræðir. Fyrir vikið hefur þessi lausn mikið fjárhagslegt gildi fyrir viðskiptavini okkar og auðveldar þeim að komast framúr samkeppnisaðilum sínum,” segir Ingvar.

Hlakka til IceFish 2024

Ingvar segir að Wisefish líti tilhlökkunaraugum til þess að kynna fyrirtækið og lausnir þess á Íslensku sjávarútvegssýningunni, IceFish 2024, í september nk. Þar geti fyrirtækið líka glöggvað sig enn betur á því hvernig hægt er að sésníða lausnina að þörfum hvers fyrirtækis fyrir sig, þannig að þau geti hagnast á kostum rekjanleikans.

Á IceFish 2024 mun Wisefish einnig sýna fram á hvernig lausnin er aðlöguð til að hámarka nýtingarmöguleika hennar í aðfangakeðju fiskeldis, jafnframt því að kynna framtíðaráform sín á þessu sviði, þar á meðal nýtt spálíkan.

 

wisefish

wisefish

 

Skýjalausn Wisefish, sem gerir kleift að rekja feril sjávarafurða frá veiðimiðum að matarborðinu, eykur til muna skilvirkni í aðfangakeðjum sjávarútvegsfyrirtækja.