Samband stjórnendafélaga (STF), félaga- og hagsmunasamtök verkstjóra og millistjórnenda hjá íslenskum fyrirtækjum, verður í fríðum flokki sýnenda á IceFish 2024 í september nk. Þar mun félagið kynna kosti aðildar að STF og þau fríðindi sem henni fylgja. Stjórnendur sem uppfylla skilyrði félagsaðildar gefst einnig kostur á að ganga í félagið á sýningunni.

Ýmis félög stjórnenda eru starfrækt á Íslandi en aðildarfélög STF eru tíu talsins og það má því kallast regnhlífasamtök utan um önnur félög á þessu sviði. Félagið býður stjórnendum upp á einn besta sjúkrasjóð sem völ er á hérlendis, frábæran menntasjóð og mörg fleiri fríðindi sem fylgja aðild. Félagar STF geta einnig fengið afbragðs góða námsstyrki þegar þeir fara í stjórnendanám STF, nám sem á að baki farsæla sögu og hefur reynst afskaplega vel.

Á IceFish 2024 mun STF taka höndum saman við Símenntunardeild Háskólans á Akureyri til að kynna Stjórnendanám á vegum þessara aðila. STF og Samtöku atvinnulífsins (SA) settu námið á laggirnar árið 2015 til að mæta þörfum atvinnulífsins, og Símenntun HA kom síðar meir inn í samstarfið og það þróaðist yfir í fjarnám.

Símenntun Háskólans á Akureyri (endurmenntun Háskólans á Akureyri/SMHA) hefur verið rekstrareining innan HA í mörg ár og býr í dag yfir margvíslegri sérfræðiþekkingu á sviði fjarkennsluúrræða.

Stjórnunarnámið þykir afar hagnýtt og miðar að því að gera stjórnendum og millistjórnendum kleift að bæta færni sína á ýmsum sviðum sem hentar þeim í starfi. Námið hefur líka getið sér ákaflega gott orð hjá þeim sem vilja axla meiri ábyrgð í störfum sínum og verða stjórnendur.

Þar sem námið er sniðið að þörfum vinnandi fólks er vinnuálagið hæfilegt og verkefnin byggjast á reynslu nemenda á vinnustað. Þannig öðlast þeir strax innsýn í hvernig hægt er að nýta efni námskeiða á eigin vinnustað og geta farið að vinna í samræmi við það.

SMHA hefur líka að bjóða tengt fjarnám á þessu sviði, þar á meðal MBA-nám, meistaranám í mannauðsstjórnun, verkefnastjórnun og nám í leiðtogafærni í heilbrigðisþjónustu. Á sama tíma hefur framboðs náms sem SMHA býður í samstarfi við skoska háskólann University of the Highlands and Islands (UHI) aukist jafnt og þétt seinustu ár. Það samstarf hófst árið 2020 þegar byrjað var að bjóða upp á MBA-nám á vegum skólanna, en síðan hefur bæði mannauðsstjórnun og leiðtogafærni í heilbrigðisþjónustu bæst við framboðið. Allt þetta nám er á meistarastigi og fer fram í 100% fjarkennslu, með öllum þeim sveigjanleika sem fólk á vinnumarkaði gerir kröfur um.

Á IceFish 2024 verða frekari upplýsingar um Samtök stjórnendafélaga og hvaða þjónustu þau bjóða félagssmönnum sínum að finna á sýningarbás P30 í Fífunni/Smáranum.

[Mannauðsdagurinn.jpg] Myndatexti: Ásdís Sigríður Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri hjá Símenntun Háskólans á Akureyri, og Bjarni Þór Gústafsson, forseti STF, á opnum degi í Háskólanum í Reykjavík í fyrra.

 

 

Á IceFish 2024 mun STF taka höndum saman við Símenntunardeild