BAADER sýnir nýjasta búnað sinn fyrir hvítfiskvinnslu á IceFish 2024, en hann sameinar sveigjanleika og auðvelda skölun, samtímis því að nýta 100% af fisknum. Fyrirtækið er eitt það þekktasta í heiminum á sviði hágæða búnaðar, tæknilausna og þjónustu fyrir fiskvinnslu. Sýningarbás BAADER er B30.

„Sérþekking okkar á samþættingu búnaðar, hvort sem er um borð í veiðiskipum eða inni í vinnslustöðvum, tryggir að framleiðsluvörur okkar falla óaðfinnanlega að hverri þeirri vinnslulínu sem er í notkun,“ segir Robert Focke, framkvæmdastjóri BAADER. „Meira að segja hugbúnaðarlausnir okkar fyrir t.d. laxeldi bjóða upp á að hægt sé að fylgjast með öllu vinnsluferlinu. Við hlökkum til að hitta viðskiptavini okkar á sýningunni, ræða við þá um óskir þeirra og þarfir og auka skilning okkar á hvernig við getum á sem árangursríkastan hátt þjónað þeim með áreiðanleika og afköst að leiðarljósi.“

BAADER Ísland mun nýta sér IceFish til að varpa ljósi á langt og náið samband fyrirtækisins við íslenska markaðinn og viðskiptavini þess hérlendis. Fyrirtækið hefur verið með rekstur á Íslandi í ríflega 60 ár og þróað á þeim tíma sérfræðiþekkingu á mörgum sviðum, ekki síst í hvítfiskvinnslu.

Fyrirtækið leggur í dag ríka áherslu á sveigjanleika í öllu vinnsluferlinu, snjalllausnir og aðgengilega skölun fyrir misjafnlega stærðir fisks og fisktegunda. Nýsköpun þess styðst ekki síst við stafræna væðingu og nýtingu gervigreindar í vinnsluferlinu. BAADER býður upp á háþróuð hugbúnaðarkerfi sem bæta rekjanleika, auka framleiðslu og efla gæðaeftirlit, allt þættir sem auðvelda vinnslufyrirtækjum að taka upplýstar ákvarðanir og hámarka starfsemi sína.

Annar lykilþáttur nýsköpunar hjá fyrirtækinu er sjálfbærni. Lausnir BAADER eru þróaðar með það að markmiði að ná fram 100% nýtingu fisksins, lágmarka sóun og stuðla að hagkvæmri nýtingu hráefnisins.

Nýjasta framleiðsluvara þeirra á norska markaðinum er sniðin að flökun á hvítfiski, búnaður sem nefnist BAADER 189 Pro. Búnaðurinn er hannaður til að meðhöndla jafnvel mýkstu hluta fisksins með mikilli nákvæmni og tryggja að vinnslufyrirtækin nái sem bestum árangri með lágmarks sóun og lítilli orkunotkun.

Fyrirtækið býður einnig upp á fullkomnustu vinnslukerfi fyrir fiskiskip sem völ er á í heiminum, en þau tryggja að hægt sé að fullvinna aflann um borð. Þannig er hægt að ábyrgjast mesta mögulega ferskleikann, draga úr sóun og auka arðsemi. „Þessi nálgun okkar gerir sjávarútvegsfyrirtækjum kleift að hámarka verkferla sína, uppfylla ströngustu gæðakröfur og fullnægja vaxandi eftirspurn eftir hágæða sjávarafurðum,“ segir Robert.

Hann áréttar í samtali við IceFish-teymið að BAADER þrói lausnir sínar með það í huga að nýting hráefnisins sé sem mest og best og hagkvæmnin sé í fyrirrúmi. Búnaðurinn, allt frá slægingu fisksins til þess að skila af sér úrvals fiskflökum, starfar markvisst að því að ná fram 100% hráefnisnýtingu. Jafnvel aukaafurðir sjávarfangsins nýtast sem endurnýjanlegar uppsprettur fyrir framleiðslu á virðisaukandi vörum af margvíslegu tagi. Með því að aðskilja mismunandi hluta fiskúrgangsins gefst fiskvinnslum kostur á að framleiða virðisaukandi aukaafurðir, svo sem fiskstauta, fisksnakk og gæludýrafóður, eða jafnvel nýta hráefnið í enn þróaðri vörur á borð við snyrtivörur, næringarefni og fiskleður.

BAADER hefur líka þróað lausnir fyrir vinnslu á laxfiski sem einkennast af nákvæmni og skilvirkni og tryggja hámarks nýtingu, hámarks gæði og lágmarks sóun í öllum þáttum ferilsins. Það nær bæði til háþróaðar slægingar og flökunar, sem og flokkunar og pökkunar. Um er að ræða skalanlegar lausnir sem uppfylla kröfur allra vinnslustöðva á laxi, jafnt lítilla stöðva, meðalstórra og stórra.

Andreas Tobey, vörustjóri BAADERING Technology, mun ennfremur flytja erindi á Fish Waste for Profit-ráðstefnunni um hvernig nýta má nýsköpun og tæknivædda skilvirkni til að hámarka nýtingu á auðlindum sjávar og ná fram sem mestum heimtum við vinnslu sjávarfangs. Þannig geti áhersla á gæði og arðsemi fallið vel að markmiðum um 100% nýtingu sjávarfangsins

 

BAADER

BAADER

 

 

[BAADER.jpg] Myndatexti: Á sýningarbás B30 geta gestir IceFish 2024 skoðað hinn nýstárlega vinnuslubúnað frá BAADER, 189 Pro, sem er sérstaklega hannaður til að flaka hvítfisk.