Ráðstefnan Fish Waste for Profit er orðin ómissandi partur af Íslensku sjávarútvegssýningunni og þetta árið verður engin breyting verður þar á.
Helstu sérfræðingum í framleiðslu sjávarafurða er stefnt saman og leitast við að skoða hvernig greinin vinnur að því að fullvinna hliðarafurðir í sjávarútvegi og tekur stökkin fram á við með nýtingu grænnar tækni.
Á ráðstefnunni í June næstkomandi verða haldnar kynningar, byggðar á raundæmum, sérstaklega valdar til þess að fræða áheyrendur um nýjustu þróun í greininni og þann stóriðnað sem vinnsla aukaafurða er að verða.
Þór Sigfússon, stofnandi og framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans, stjórnar ráðstefnunni eins og áður og flytur opnunarávarp á fyrsta degi hennar. Þór stofnaði Íslenska sjávarklasann árið 2011 og síðan þá hefur klasinn stutt við frumkvöðlafyrirtæki í sjávarútvegi sem hafa vaxið um 150%, ásamt því að auka áhugann meðal ungs fólks og fumkvöðla í bláa hagkerfinu á Íslandi.
Guðmundur Stefánsson, sviðstjóri hjá Matís, heldur síðan fyrsta erindi ráðstefnunnar og ræðir þar um vöruþróun hliðarafurða í íslenskum sjávarútvegi. Hann bendir á nokkra þætti sem hafa ýtt undir og haft áhrif á þróunina í þeim efnum.
- Af öðrum viðfangsefnum ráðstefnunnar 2022 má nefna:
- Stefnt að 100% nýtingu í mismunandi tegundum
- Fjárfestingartækifærum ýtt úr vör
- Tækninýjungar
- Frumkvöðlastarf í nýtingu hliðarafurða
Þeir sem vilja vita meira um ráðstefnu ársins, eða lýsa áhuga sínum á að taka til máls eða veita styrki, geta opnað www.icefishconference.com, haft samband við teymið í síma +44 1329 825335 eða sent töluvpóst á info@icefishconference.com.