Fjárfestingafélagið Blue Future Holding hefur keypt 67,2% hlut í norska tæknifyrirtækinu GreenFox Marine AS, en síðarnefnda fyrirtækið sýnir á IceFish 2024 á bás SBZ8. Markmiðið með kaupunum er að stækka á nýjum mörkuðum og auka vöxtinn. Blue Future Holding átti áður 32,8% hlut í fyrirtækinu.

Erling Aspen, forstjóri GreenFox Marine fagnar kaupunum og segir Blue Future Holding vera langtímafjárfestir sem vilji styrkja stöðu sína með fjárfestingum í tækniþróun- og búnaði fyrirtækisins. „Blue Future Holding býr yfir víðtækri þekkingu á alþjóðlegum fiskeldisiðnaði og kostum kynflokkunar laxa, þar á meðal á fyrstu prófunum á fiskum í fullri stærð. Kaupin skapa mörg ný tækifæri fyrir bæði fyrirtækið og þann tækjabúnað sem við framleiðum, auk þess að styrkja möguleika GreenFox Marine á að bæta við okkar fleiri sérfræðingum í fremstu röð í greininni,“ segir Erling.

Odd Magne Rødseth, framkvæmdastjóri Blue Future Holding, tekur í sama streng og bendir á að GreenFox Marine ráði yfir tækni sem bæti heilsu fiska í eldi, en slík tækni falli vel að fyrra eignasafni fyrirtækisins. „Við höfum trú á því að fyrirtækið geti vaxið enn frekar og berum einnig mikið traust til teymisins hjá GreenFox Marine,“ segir Odd Magne.

GreenFox Marine hefur einkaleyfi á vél sem sameinar ómskoðun og gervigreind (AI) til að skoða innri líffæri og gerð fiska. Fyrsta tækið á markaði er sjálfvirk vél sem flokkar á miklum hraða kyn fiska, allt frá 30 grömmum og upp úr.

Fyrirtækið hefur nú þegar afhent vélbúnað sem flokkar allt að 3.600 fiska á klukkustund, og nýjasta kynslóð búnaðarins nær enn meiri flokkunarhraða. Núverandi vélbúnaður hefur nákvæmni upp á 96-99%. Þessi tækni er nú notuð við lax en er einnig nothæf fyrir aðrar fisktegundir. Lausnin frá GreenFox hefur verið á markaði í næstum þrjú ár, og eru m.a. notuð af fiskeldisstöðvum í Noregi, Bretlandi og Færeyjum.

„Þetta eru spennandi tímar fyrir GreenFox Marine. Við ætlum ótrauðir að viðhalda stöðu okkar sem leiðandi aðili á markaði varðandi hraðvirkar lausnir sem nýta ómskoðun og gervigreind,“ sagði Erling.

 Blue Future Holding er að fullu í eigu þýska fyrirtækisins EW Group, sem á einnig fyrirtækin AquaGen og Genomar, auk þess að eiga hlut í nokkrum öðrum fyrirtækjum í fiskeldisiðnaði.

 

GreenFox Marine medical ultrasound

GreenFox Marine medical ultrasound