Fyrirtækin Borncut og Uni-Food Technic hafa nú blásið til samstarfs sem þýðir að íslensk vinnslufyrirtæki geta keypt Borncut skammtavélar beint frá útibúi Uni-Food Technic hérlendis. Sigurjón Gísli Jónsson, hefur stýrt því frá ársbyrjun 2024.

Borncut-skammtavélar eru byggðar á snjalllausnum og eru rökrétt viðbót við fyrri skurð- og skammtalínur Uni-Food Technic. Þær styðjast við brautryðjendatækni fyrstu skammtaskurðarvélanna og fela í sér sveigjanlegar, hraðvirkar og nákvæmar skurðlausnir, sem henta m.a. mjög vel fyrir skammta á þorski og laxi.

„Samstarfið er viðbótarskref í átt að auknum sýnileika á íslenska markaðinum og það er ánægjulegt að geta fært viðskiptavinum okkar á Íslandi það sem við teljum vera bestu skammtavélina á markaðinum,“ segir Sven Bækhoj Jensen, sölustjóri Borncut. „Vélin er hönnuð og framleidd á Bornholm í Danmörku af sömu aðilum og gerðu fyrstu skammtaskurðarvélina í heiminum og hjálpuðu einnig við hönnun þeirra skammtavélar sem Marel selur. Borncut skammtavélin er einfaldlega betri en allt annað.”

Sigurjón Gísli segir að Uni-Food Technic á Íslandi sé spennt fyrir samstarfinu við Borncut á íslenska markaðnum. „Vörulínur þessara fyrirtækja og einstakar vörur passa fullkomlega saman, sérstaklega fyrir laxaiðnaðinn. Við leggjum áherslu á að þjóna viðskiptavinum á persónulegum grundvelli og komum með yfir 30 ára reynslu að borðinu. Með þessu nýja samstarfi munum við geta boðið enn betri þjónustu eftir sölu og enn hraðari afhendingu varahluta en áður,” sagði hann.

Uni-Food Technic Ísland sýnir á IceFish 2024 í sal 2 á bás D10.

 

sjonni@theunifoodtechnicstand

sjonni@theunifoodtechnicstand