Danish Export-Fish Tech er staðurinn þar sem þið fáið aðgang að meira en 100 dönskum birgjum sem útvega búnað, lausnir, tækni, kunnáttu og ráðgjöf. Danish Export-Fish Tech skipuleggur Danska sýningarskálann á Íslensku sjávarútvegssýningunni 2021, þar sem dönsku þátttakendurnir sýna dæmi um sérþekkingu sína, gæði og nýsköpun í búnaði, lausnum og tækni fyrir fiskveiðar, fiskeldi og vinnslu fisks og sjávarafurða.
Margra ára reynsla hefur fært dönskum birgjum mikla þekkingu og sérfræðikunnáttu varðandi þarfir og kröfur bæði í fiskveiðum og fiskeldi, sem hefur leitt af sér hugmyndaríkar, sjálfbærar, endingargóðar og fjárhagslega hagkvæmar lausnir fyrir greinina.
Aukin áhersla Íslensku sjávarútvegssýningarinnar 2021 á fiskeldi hefur opnað á breiðari hóp danskra birgja.
“Það veitir okkur mikla ánægju að koma með hóp sérfræðinga á Íslensku sjávarútvegssýninguna nú í ár, bæði úr veiðum, eldi og vinnslu til þess að taka þátt í samræðum við íslenska og alþjóðlega aðila sem hafa hagsmuna að gæta og koma að ákvörðunartöku þar rætt yrði um tækifæri og áskoranir í greininni á Íslandi og í Norður-Atlantshafi,” segir Martin Winkel Lilleøre, yfirmaður Danish Export-Fish Tech.
“Ef þú setur þig í sambandi við einn af dönsku birgjunum í sýningarskála Danmerkur færðu bæði góða þjónustu og gæðavörur og lausnir.”
Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2021, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.
Sölumenn á Íslandi: Ómar Már Jónsson Tel: +354 893 8164 omar@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is