Danska sjávarútvegsfyrirtækið Elite Seafood hefur valið lausn frá íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Wisefish í því skyni að hámarka sölu-og markaðsrekstur sinn. Forsvarsmenn danska fyrirtækisins reikna með að samstarfið muni bæta rekstrarhagkvæmni, fjármálastjórn og samskipti við viðskiptavini þeirra.
Elite Seafood sérhæfir sig í dreifingu fisks og annars sjávarfangs víðs vegar um Evrópu og er veigamikill hluti fisksins sóttur til íslenskra birgja. Birgðakeðja Elite Seafood teygir sig frá Íslandi til Tyrklands og því þarf fyrirtækið að kljást við margvíslegar flóknar áskoranir varðandi innkaup, dreifingu og birgðastýringu. Wisefish Trading-lausnin veitir fyrirtækinu verkfæri til að takast á við þessar áskoranir og tryggja að viðskiptavinum berist hágæða og ferskur fiskur á réttum tíma.
Wisefish sýnir á IceFish 2024 og kemur þar vel fram að lykilþáttur í skilvirkni lausnarinnar sé að hún innihaldi Microsoft Dynamics 365 Business Central, sem straumlínulagi allt fjármála-og kostnaðarferlið. Samstarfsaðili Wisefish í Danmörku, Telos Team, mun annast stuðning við innleiðingu lausnarinnar hjá Elite Seafood.
„Samstarfið við Wisefish og Telos Team gerir okkur kleift að nútímavæða fjármálastarfshætti okkar, “ segir Jacob Thomsen, eigandi og forstjóri Elite Seafood. „Með því að gera marga ferla sjálfvirka getum við einbeitt okkur enn betur að því að afhenda framúrskarandi sjávarfang til viðskiptavina okkar. Samstarfið gerir okkur líka að kleift að bregðast hratt við kröfum markaðarinsog viðhalda hæsta gæðastigi og ferskleika fisksins. “
Hann segir að með því að fá glögga og hraða yfirsýn yfir innkaupsverð, flutningskostnað og söluárangur, geti fyrirtækið á auðveldan og hraðvirkan hátt fylgst með arðsemi aðskildra rekstrarþátta og aðlagað sitt skjótt á síbreytilegum markaði.
„Með því að skilja fjármáladýnamíkina í rekstrinum til hins ítrasta tekst okkur að móta stefnuna jafnóðum, “ segir Jacob.