„Þetta var einn af helstu kostum framleiðslunnar, ásamt því hve sterk og endingargóð kerin voru, auk annars,“ sagði Arnar Snorrason, markaðs- og þróunarstjóri Sæplasts.
„Á þessum tíma var strax farið að hafa umhverfisvitund að leiðarljósi við þróun keranna. Þannig að nú er ánægjulegt að hafa náð þeim áfanga að sjá notaða pólýetýlen-ker koma að notum sem hráefni í framleiðslu á nýjum kerum.“
Hann sagði að gámarnir frá Sæplasti væru í orðsins fyllstu merkingu að ganga í endurnýjun lífdaga vegna þess að fyrstu kerin af þessari tegund eru notuð af dótturfyritæki Sæplasts, gámaleigufyrirtækinu iTUB.
„Með PE-gámunum erum við að stefna að markmiðum hringrásarhagkerfisins. Við erum að framleiða mjög sterka og endingargóða vöru sem hægt er að gera við og láta endast lengur,“ sagði hann.
Þegar Sæplast hóf framleiðslu kerin árið 1984 framleiddi fyrirtækið eingöngu hverfisteypt ker með úretan-efni, svokölluð PUR-ker, með pólýetýlene-húð og úretan-fyllingu. PE-kerin eru einangruð með pólýetýlene, sem gerir þau sterkari, öruggari til notkunar við vinnslu og meðhöndlun matvæla – og endurnýtanleg.
Að sögn Sævalds Gunnarssonar sölustjóra hefur framleiðsla og sala PE-keranna aukist jafnt og þétt allt frá því Sæplast setti fyrstu kerin af þessu tagi á markað.
„Meðal viðskiptavina okkar eru notendur sem kaupa aðeins þessi ker og vilja ekki nota neitt annað. Aðrir eru hægt og rólega að skipta PUR-kerunum sínum út fyrir PE-ker,“ sagði hann.
Undirbúningur fyrir þetta skref hefur verið í gangi í nokkur ár. Sæplast hefur, ásamt samstarfsaðilum sínum erlendis, þróað aðferð til að tæta niður gömul ker sem síðan verða hráefni til frekari notkunar í verksmiðjunni á Dalvík.
„Fyrsta skrefið sem taka þarf til að geta endurunnið kerin er að nota þetta hráefni og blanda því saman við fylliefnin í kerin. Með því höfum við lokað endurvinnsluhringnum fyrir vörur okkar,“ segir Arnar Snorrason. Hann bætti því við að lokatakmarkið sé að geta notað endurunnið hráefni alfarið við að steypa PE-kerin.
„Þetta krefst lengri þróunartíma, en við sjáum þennan möguleika fyrir okkur í framtíðinni. Reynsla okkar er sú að viðskiptavinir okkar, rétt eins og við, vilja sýna af sér samfélagsábyrgð og nota endurvinnslu og endurnýtingu út í æsar. Megináherslan verður á gæði, endingu og áreiðanleika umbúðanna. Það er markmið okkar.“
Sæplast er gamalkunnugur þátttakandi á Íslensku sjávarútvegssýningunni og verður með í sýningunni árið 2021.
„Þessi sýning hefur alltaf reynst fyrirtæki okkar vel,“ segir hann.
„Nú þegar við erum að komast út úr einangrun eftir þetta erfiða ár þá hlökkum við til þess að geta hitt viðskiptavini okkar aftur á Íslensku sjávarútvegssýningunni og sýnt þeim nýjustu nýjungarnar.“
Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2021, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.
Sölumenn á Íslandi: Birgir Þór Jósafatsson S: +354 896 2277 birgir@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is