Styrkið tengslanet ykkar í sjávarútveginum með því að taka þátt í fyrirtækjastefnumóti sem haldið verður þann 8. & 9. júní á Íslensku sjávarútvegssýningunni. Á síðustu sýningu árið 2017 var þátttaka og árangur af fyrirtækjastefnumótinu afar góð, en yfir 90 þátttakendur frá 24 löndum áttu yfir 100 viðskiptafundi.
Viðburðurinn er skipulagður af Enterprise Europe Network á Íslandi og Rannís.
Skráning og þátttaka er að kostnaðarlausu.
Hvers vegna að taka þátt?
Fyrirtækjastefnumótið er góð leið til að stækka tengslanetið og hitta nýja viðskiptavini. Í þátttöku felst:
- Aukinn sýnileiki þíns fyrirtækis
- Aukið aðgengi að fjölda fyrirtækja og hagsmunaðilum
- Markvissir og stuttir fundir sem eru valdir og staðfestir fyrirfram
Hvaða aðilar munu taka þátt?
Viðburðurinn er ætlaður fyrirtækjum, klösum og hagsmunaaðilum í greininni, m.a. í tengslum við fiskveiðar, fiskeldi, vinnslu, markaðsmál og dreifingu, og flutning á sjó.
Hvernig á að skrá sig?
Áhugasöm fyrirtæki og stofnanir eru hvött til að skrá sig sem fyrst. Hægt er að skrá sig https://icefish2022.b2match.io/.
Nánari upplýsingar veitir
Katrín Jónsdóttir
Enterprise Europe Network Iceland
Rannís
Sími: 515 5852
Netfang: katrin.jonsdottir@rannis.is