Gael Force Group er skoskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu á öflugum og áreiðanlegum búnaði, tækni og þjónustu fyrir fiskeldi og veiðar á sjávarfangi. Fyrirtækið er rótgróið, stofnað í Skotlandi árið 1983, og hefur einkum haslað sér völl í Englandi, Kanada og Evrópu. Það sýnir nú í fyrsta skipti á IceFish á bás P37 síðar í þessum mánuði.
Gael Force Group einbeitti sér upphaflega sér að framleiðslum og viðgerðum á veiðibúnaði og nýtti sér þær góðu viðtökur sem fyrirtækið fékk í sjávarútvegi til að auka fjölbreytnina í framleiðslu á margskonar búnaði fyrir skip og veiðar.
Fyrirtækið hóf líka að framleiða vörur fyrir fiskeldi til að bæta við vöruúrval sitt og þjónustu og varð fljótlega stór birgir viðlegukerfa fyrir fiskeldisstöðvar. Vöxturinn á því sviði var efldur enn frekar með yfirtökum í greininni, sem gerði Gael Force brátt fært að útvega fyrirtækjum í laxeldi viðlegukanta, pramma, fóðurkerfi og margvíslegt úrval af öðrum faglegum fastabúnaði.
Gael Force Group hefur á undanförnum 40 árum haldið stöðugt áfram að vaxa og styrkjast, eignast ótal marga ánægða viðskiptavini og samtímis knúið áfram nýsköpun og vöruþróun í samstarfi við þá.
Fyrirtæki býður í dag upp á alhliða heildarlausnir á sínu sviði, í krafti tæknilegrar sérfræðiþekkingar sinnar, og selur m.a. kvíar, net, landfestar, pramma, fóðurkerfi og úrval tækni fyrir fiskeldisstöðvar, allt hannað til að standast ítrustu kröfur og krefjandi aðstæður. Það býður einnig sem fyrr upp á fjölbreytt úrval af veiðibúnaði, línum, fiskikörum og öðru því sem er sérsniðið til að mæta þörfum veiðiskipa.
„Við erum ánægð með að þreyta þessa frumraun okkar á IceFish 2024,“ segir Jamie Young, sölustjóri Gael Force Group. „Við höfum langa og víðtæka reynslu sem eftirsóttur birgir fyrir sjávarútveg og fiskeldi í Bretlandi, Kanada og víðar og hlökkum til að kynnast forsvarsmönnum í fiskeldi og veiðum á Íslandi. Sýningin veitir okkur dýrmætt tækifæri til að ræða samstarf við þessa aðila og stuðla að sjálfbærri þróun og vexti í sjávarútvegi og fiskeldi.“
[Gael Force.jpg] Myndatexti: Gael Force Group hefur farsællega víkkað út starfsemi sína frá þjónustu við sjávarútveg yfir að hasla sér líka völl í fiskeldi.