Reykvíska fyrirtækið MaintSoft Ltd hefur þróað nýtt app sem heitir Maintx Express, hannað fyrir snjallsíma og ætlað til notkunar með Maintx viðhaldsforritinu.
Notendur Maintx er núna að finna í ýmsum ólíkum greinum eins og flutningum, siglingum, þjónustu, almenningsveitum og matvælavinnslu. Innan sjávarútvegs er kerfið notað meðal annars nýju vinnslustöðinni sem Icefresh GmbH er með í Frankfurt í Þýskalandi, og móðurfélag þess, Samherji, notar það í fiskveiðiflota sínum og vinnslustöðvum.
Appið gerir viðhaldstæknifólki og öðrum kleift að senda verkbeiðnir úr snjalltæki og einnig geta viðhaldsmenn lokað verkbeiðnum úr snjalltæki. Appið er til bæði fyrir Android og IOS og er að fullu samhæft fyrir Maintx Desktop Solution.
Starfsmenn, sem hafa til þess heimild, og aðrir sem hafa aðgang að snjalltæki geta sett fram verkbeiðni hvar og hvenær sem þeir koma auga á það sem þarf að gera og sent hana beint inn í viðhaldskerfið í Maintx. Sá sem sendir beiðnina getur sent inn gögn, ljósmyndir og myndbönd sem lýsa vandanum í smáatriðum.
Þegar verkbeiðnin hefur verið send inn í Maintx viðhaldskerfið er hægt að úthluta því sjálkrafa til rétta starfsmannsins sem síðan annað hvort leysir úr vandanum eða fær tæknimann til að sinna því.
Með snjallforritinu geta tæknimenn ennfremur auðveldlega nálgast úthlutaðar verkbeiðnir og geta þannig haft betra utanumhald um vinnu sína. Tæknimaðurinn getur einnig skráð allar kostnaðarupplýsingar bæði meðan á vinnunni stendur og eftir að henni lýkur.
Þegar verkbeiðni hefur verið lokað í snjallforritinu þá verða upplýsingarnar strax aðgengilegar í Maintx viðhaldskerfinu.
Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2022, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.
Sölumenn á Íslandi: Ómar Már Jónsson Tel: +354 893 8164 omar@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is